Lýsing á aðgerð
E.1. Fræðsla starfsfólks.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfi iðkendum og öðrum þátttakendum. Stjórnendur íþrótta- og æskulýðsfélaga og annarra tómstundafélaga og listkennslu beri ábyrgð á fræðslunni. Tryggt verði að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði um barnavernd sem hannað var fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Jafnframt verði hvatt til þess að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög, auk listaskóla, nýti sér annað faglegt og gagnreynt fræðsluefni til að tryggja þekkingu og þjálfun starfsfólks.
- Mælikvarði: 90% starfsfólks og sjálfboðaliða hafi lokið netnámskeiði um barnavernd fyrir árslok 2025.
- Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
- Ábyrgðaraðili: Stjórnendur íþrótta- og æskulýðsfélaga og annarra tómstundafélaga og listkennslu.
- Dæmi um samstarfsaðila: Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsfélaga, Barnaverndarstofa, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, UMFÍ, Æskulýðsvettvangurinn og fagfélög listgreinakennara.
Staða verkefnis
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs setti námskeiðið á tékklista á heimasíðu samskiptaráðgjafa þar sem er að finna leiðbeiningar varðandi ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða hjá æskulýðs- og íþróttafélögum. Sá tékklisti hefur verið kynntur m.a. með fréttabréfi í nóvember sl. til allra æskulýðs- og íþróttafélaga. Áfram mun samskiptaráðgjafi kynna námskeiðið við öll tækifæri sem gefast.
Verkefnið telst vera komið vel á veg.