Lýsing á aðgerð
A.5. Aðgengi að námsefni og fræðsluefni.
Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í leik-, grunn- og framhaldsskólum verði aðgengilegt á einum stað og merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun setji fram faglegar kröfur sem slíkt efni þarf að uppfylla til að hægt sé að hýsa það á vefsvæði stofnunarinnar. Lögð verði áhersla á að efnið byggist á gagnreyndum aðferðum.
- Mælikvarði: Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar árið 2021.
- Kostnaðaráætlun: 1,5 millj. kr. vegna vinnu við vef.
- Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Barnaverndarstofa, Jafnréttisstofa, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Staða verkefnis
Vefurinn Stopp ofbeldi! https://stoppofbeldi.namsefni.is/ er vistaður á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Inn á vefinn bætist sífellt við nýtt náms- og fræðsluefni.
Verkefninu telst vera lokið.