Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.5. Aðgengi að námsefni og fræðsluefni.

 Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í leik-, grunn- og framhaldsskólum verði aðgengilegt á einum stað og merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun setji fram faglegar kröfur sem slíkt efni þarf að uppfylla til að hægt sé að hýsa það á vefsvæði stofnunarinnar. Lögð verði áhersla á að efnið byggist á gagnreyndum aðferðum.

  • Mælikvarði: Náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði merkt sérstaklega í leitarbrunni á vefsvæði Menntamálastofnunar árið 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 1,5 millj. kr. vegna vinnu við vef.
  • Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Barnaverndarstofa, Jafnréttisstofa, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Staða verkefnis

Vefurinn  Stopp ofbeldi! https://stoppofbeldi.namsefni.is/  er vistaður á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.  Inn á vefinn bætist sífellt við nýtt náms- og fræðsluefni.

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta