Lýsing á aðgerð
Jafnrétti og fæðingarorlof.
Unnið verði að því að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum á tímabilinu 2020–2021. Hvort foreldri um sig eigi rétt á fimm mánaða fæðingarorlofi og muni foreldrar að auki eiga sameiginlega rétt á tveimur mánuðum til viðbótar sem þeir geta skipt með sér að vild. Markmiðið er m.a. að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt sinn og þangað til barn fær dvöl á leikskóla og þar með tryggja báðum foreldrum möguleika á að annast barn sitt án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á atvinnuþátttöku hvors um sig, auk jafnvægis milli atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs.
Tímaáætlun: 2020–2021.Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Félagsmálaráðuneytið.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 1.3, 5.1, 5.4, 5.5, 5.c, 8.1, 8.8 og 10.4.
Staða verkefnis
Samþykkt á Alþingi lög nr. 144/2020, um fæðingar- og foreldraorlof, þar sem meðal annars er kveðið á um 12 mánaða samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Enn fremur er í lögunum kveðið á um að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig en foreldri sé þó heimilt að framselja sex vikur af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins.
Verkefninu er lokið.
Ábyrgð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið