Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Brotthvarf drengja úr námi og nemenda með annað móðurmál en íslensku.

Orsakir brotthvarfs úr námi á framhaldsskólastigi verði skoðaðar, sérstaklega meðal drengja og nemenda með annað móðurmál en íslensku. Samhliða verði niðurstöður rannsókna og önnur þekking um orsakir brotthvarfs nýttar fyrir stefnumótun, m.a. til að móta markvissari úrræði gegn brotthvarfi, og forvarna- og mótvægisaðgerðir.

Tímaáætlun: 2020–2021.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.1, 4.3, 4.5, 4.6, 4.c og 5.1.

Staða verkefnis

Í janúar 2022 kom út skýrslan Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum með greiningu gagna Hagstofu Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytisins er varða brotthvarf og námstafir á framhaldsskólastigi. Horft var til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi með það fyrir augum að kortleggja þætti sem spá fyrir um brotthvarf og námstafir. Skýrsluna má nálgast hér.  Í kjölfar útgáfu skýrslunnar fór fram víðtæk kynning á niðurstöðum hennar og umræður um mögulegar leiðir til að draga enn frekar úr brotthvarfi og námstöfum í skólakerfinu, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Áfram er unnið að heildstæðri nálgun til að ná því markmiði. Vinna við þróun mælikvarða sem meta stöðu nemendahóps með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er hafin.

Samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar um Mál og læsi í Fellahverfi í samstarfi leikskólanna Holts og Aspar, Fellaskóla og frístundaheimilisins Vinafells er ætlað að auka hæfni leik- og grunnskólanemenda í íslensku með áherslu á snemmbæran stuðning. Efla læsi, sérstaklega málörvun, málþroska, orðaforða og lesskilning nemenda með annað móðurmál en íslensku með áherslu á snemmbæran stuðning og virkt fjöltyngi. Samræmdum menntaumbótum verður beitt og snemmbær stuðningur, samstarf og samfella milli leik- og grunnskóla og frístundaheimila eflt. Stuðlað verður að bættri líðan nemenda og virkni í námi. Þetta verkefni hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár og ávinningur og lærdómur af verkefninu mun einnig verða miðlað á landsvísu, sjá nánar hér. Verkefnið er í fullum gangi.

Starfshópur um heildarstefnumörkun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra, skilaði drögum að heildstæðri stefnu í maí 2020, sjá nánar hér. Fyrsta aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu til 2030 var lögð fram haustið 2021 en meðal aðgerða er markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn (aðgerð 3), sjá nánar hér.  Í árslok 2021 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á aðalnámskrá grunnskóla sem í kjölfarið voru kynntar fyrir skólasamfélaginu og síðan innleiddar. Markmið breytinganna er að tryggja börnum með annað tungumál en íslensku og öðrum fjöltyngdum börnum menntun sem undirbýr þau undir virka þátttöku í samfélaginu og nám á öðrum skólastigum. Breytingarnar felast í endurskoðun á umfjöllun um íslensku sem annað tungumál sem byggir á tungumálaramma Evrópuráðsins og nýjum köflum sem fjalla um menningarfærni, móttöku nýrra nemenda og fjöltyngi. Sjá nánar hér.  Verkefnið er í fullu gangi.

Ráðuneytið fól Samtökunum Móðurmál að útbúa samræmdan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem nýtist í kennslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Leiðarvísirinn kom út á þremur tungumálum; íslensku, pólsku og ensku. Markmið í kennslu barna með íslensku sem annað mál eru að þau nái aldurstengdum viðmiðum í íslensku, innan hæfilegs tíma, samkvæmt aðalnámskrá í íslensku sem öðru máli. Þau fái góðan faglegan stuðning eftir þörfum alveg frá unga aldri eða strax og þau koma til landsins þannig að þau eigi jafna möguleika og jafnaldrar með íslensku sem móðurmál á áframhaldandi námi og velgengni í íslensku samfélagi. Sjá hér.  Mennta- og barnamálaráðuneytið veitti  haustið 2022 Samtökunum Móðurmál styrk sem lið í aðgerðum stjórnvalda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna. Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöltyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994, sjá nánar hér.  Verkefnið er í fullum gangi

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna er nú aðgengilegt á 40 tungumálum. Það hefur það að markmiði að auðvelda skólum mat á þekkingu nemenda sem eru nýkomnir til landsins þannig að skólinn geti skipulagt og lagað kennsluna að námslegum þörfum nemenda og byggt á fyrri þekkingu þeirra. Sjá hér. Þessum verkþætti telst lokið

Ráðherra skipaði árið 2021 starfshóp með fulltrúum frá helstu hagsmunaaðilum grunnskóla til þess að endurskoða 16. kafla aðalnámskrár grunnskóla sem ber heitið Undanþágur frá aðalnámskrá og bætt m.a. við umfjöllun um skólaforðun og viðmiðum um undanþágum frá skólasókn. Hópurinn hefur unnið drög að endurskoðuðum kafla sem fór árið 2022 í samráðsgátt Stjórnvalda. Verið er að vinna úr athugasemdum og stefnt að útgáfu á endurskoðuðum undanþágukafla fyrri hluta árs 2023. Nýr undanþágukafli aðalnámskrár grunnskóla var birtur í Stjórnartíðinum í september 2023 og framundan er kynning á nýjum kafla og innleiðin gu hans. Þessum verkþætti telst lokið

Starfshópur um snemmbæran stuðning í skólakerfinu með fulltrúum frá öllum helstu lykilhagsmunaaðilum í menntakerfinu hefur verið starfræktur. Starfshópurinn hefur það að markmiði að skoða leiðir til að bæta líðan og auka námsárangur nemenda, ekki síst drengja, með áherslu á snemmbæran stuðning og draga þannig úr skólaforðun og brotthvarfi frá námi.  Starfshópurinn skilaði  greinargerð til ráðuneytisins í september  2023 og er þessum hluta því lokið.

Verkefninu er lokið.


Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta