Lýsing á aðgerð
Lánatryggingasjóður kvenna.
Stefnt verði að áframhaldandi starfsemi Svanna – lánatryggingasjóðs kvenna. Markmið sjóðsins hefur verið að styðja nýsköpun í atvinnurekstri kvenna með því að veita ábyrgðir á lánum. Verkefnið var unnið á grundvelli fyrri framkvæmdaáætlunar með samkomulagi eigenda á tímabilinu 2015–2018. Á tímabili nýrrar áætlunar verði unnið að gerð endurskoðaðs samkomulags milli eigenda.
Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: Fjármagnað.
Ábyrgð: Forsætisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við
Reykjavíkurborg.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 5.1, 5.5, 5.a, 5.c, 8.1, 8.3, 8.5, 8.10 og 9.3.
Staða verkefnis
Samkomulag milli eigenda Svanna var endurskoðað á árinu 2020. Undirritað var nýtt samkomulag milli forsætisráðherra, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og borgarstjóra um áframhaldandi starfsemi Svanna næstu fjögur árin.
Verkefninu er lokið.
Ábyrgð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið