Lýsing á aðgerð
Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins.
Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins 2017–2020, sem gerð er í samræmi við 2. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, verði endurskoðuð á gildistíma framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna hafi umsjón með endurskoðun og eftirfylgni jafnréttisáætlunar í umboði ráðuneytisstjóra og í samstarfi við Jafnréttisstofu.
Tímaáætlun: Lokið vorið 2020.
Kostnaðaráætlun: Rúmast innan fjárheimilda ráðuneyta.
Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar ráðuneyta og forsætisráðuneytið.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Verkefnið styður einkum markmið 5.1, 5.c, 5.2, 5.5, 8.5, 8.8, 10.3, 10.4 og 16.6
Staða verkefnis
Skipaður var starfshópur um endurskoðun Jafnréttisáætlunar Stjórnarráðsins haustið 2020. Í hópnum sat einn fulltrúi mannauðsstjóra ráðuneytanna, þrír fulltrúar úr hópi jafnréttisfulltrúa Stjórnarráðsins og einn fulltrúi skrifstofu jafnréttismála. Ný áætlun var samþykkt þann 10. febrúar 2021.
Verkefninu er lokið.
Ábyrgð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið