Hoppa yfir valmynd
D. Jafnrétti, menntun og menningar, íþrótta- og æskulýðsstarf

Lýsing á aðgerð

Jafnrétti, menning og listir.

Unnið verði að því að tryggja jöfn kynjahlutföll meðal listamanna þegar kemur að framboði á menningu og listum á vegum ríkisins og eftirspurn (menningarneyslu). Helstu aðgerðir verði m.a. eftirfarandi:

  • Menningarstofnanir á vegum ríkisins haldi kynjabókhald um menningar- og listviðburði sem þær standa fyrir. Kynjabókhaldið nái til úthlutana úr opinberum sjóðum eftir því sem við á. Kynjabókhald sem nái til menningarneyslu verði aðgengilegt á vefsvæðum stofnananna ásamt samanburði milli ára.
  • Umsjónaraðilar sjóða á sviði menningar og lista birti á vefsíðum sínum greiningu upplýsinga um úthlutanir er sýni kyn, fjármagn, búsetu og árangurshlutfall umsókna. Framsetning upplýsinga og greining á helstu niðurstöðum verði bætt og helstu niðurstöðum ásamt samanburði milli ára verði miðlað í texta á viðkomandi vefsvæðum.

Tímaáætlun: 2020–2023.
Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr.
Ábyrgð: Mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú menningar- og viðskiptaráðuneytið).

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður einkum markmið 4.7, 5.1, 5.5, 10.3 og 16.6.

Staða verkefnis

Unnið er að því að jafna kynjahlutföll meðal listamanna þegar kemur að framboði á menningu og listum á vegum ríkisins og eftirspurn (menningarneyslu).

Ráðuneytið óskaði eftir kyngreindum upplýsingum vegna umsókna og styrkveitinga úr sjóðum á vegum ráðuneytisins. Kom þá í ljós að gagnasöfnun er ábótavant hjá mörgum sjóðanna og aðgengi að kyngreindum upplýsingum ýmsum takmörkunum háð. Var þá ákveðið að kortleggja þyrfti núverandi gagnaöflun, hvaða upplýsingum væri aflað og með hvaða hætti.

Alls eru 33 sjóðir á forræði ráðuneytisins, flestir á sviði menningar, og með þeim eru alls 18 umsýsluaðilar – auk ráðuneytisins sjálfs. Sjóðir þessir eru verulega ólíkir að umfangi, eiga sér mislanga sögu og fjölbreytta tilurð og eftir því ólíkt bolmagn til þess að bæta gagnaöflun sína. Niðurstöður kortlagningarinnar sýndu að verulega misjafnt er hvaða bakgrunnsupplýsingum er safnað og að sérstaklega má bæta gagnaöflun um þá sem koma að eða njóta góðs af styrkjum aðra en umsækjendur sjálfa, svo sem þátttakendur, verkefnastjóra og markhóp.

Unnið hefur verið áfram með þessar niðurstöður að því marki að efla gagnaöflun sjóða. Þær hafa verið nýttar til þess að móta tillögu að lykilbreytum sem umsýsluaðilar skulu safna. Ráðuneytið leggur enn fremur áherslu á að samræma verklag og aðferðir við öflun og utanumhald upplýsinga um umsóknir og úthlutanir styrkja þeirra sjóða sem eru á vegum ráðuneytisins. Er nú hafið áframhaldandi verkefni sem snýr að mótun leiða til þess að styðja sem best við umsýslu aðila óháð bolmagni þeirra og haga umbótum svo hægt sé að safna, vinna úr, greina og birta gögn um umsóknir með skilvirkari hætti en nú er mögulegt. Með því móti má betur greina aðgengi ólíkra hópa að sjóðum ráðuneytisins.

Verkefninu er lokið.

Ábyrgð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta