EMBLA - launagreiningartól
Embla er starfaflokkunar- og launagreiningartól sem nýta má í vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins og við gagnavinnslu vegna jafnlaunastaðfestingar.
Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á starfaflokkunar- og launagreiningartólið Embla
Embla byggir á aðferðafræði um greiningu og flokkun starfa sem sett er fram í viðauka B í jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Þar eru settar fram tvær aðferðir við að flokka störf annars vegar „paraður samanburður“ og hins vegar „stigagjöf fyrir hvert viðmið“. Embla byggir á seinni aðferðinni og notast við 1000 stig (100%) til úthlutunar. Lögð er áhersla á að viðmið og vægi þeirra séu alfarið skilgreind af fyrirtækjum í samræmi við hlutverk og stefnu viðkomandi fyrirtækis.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Staðallinn
Námskeið
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Jafnlaunavottun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.