Hoppa yfir valmynd

Forsaga

Jafnlaunastaðallinn er afurð samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og má segja að hann sýni sameiginlegan vilja allra aðila til að koma á og viðhalda jafnrétti launa.

Alþingi og aðilar vinnumarkaðarins

Alþingi samþykkti árið 2008 að fela félags- og tryggingamálaráðherra að sjá til þess að þróað yrði sérstakt vottunarkerfi á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir.

Í kjarasamningsviðræðum það sama ár gerðu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins samkomulag um þróun vottunarferlis fyrir fyrirtæki um framkvæmd stefnu um launajafnrétti og jöfnum möguleikum kynjanna til starfa og starfsþróunar.

Staðlaráð Íslands og tækninefnd

Jafnlaunastaðallinn byggir á þessum tveimur samþykktum, þ.e. annars vegar Alþingis og hins vegar aðila vinnumarkaðarins. Vinna við staðalinn hófst í árslok 2008 í umsjón Staðlaráðs Íslands. Skipuð var tækninefnd með fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, ASÍ, SA, Jafnréttisstofu, BSRB, Félagi kvenna í atvinnurekstri, BHM, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Orkuveitu Reykjavíkur, ParX/NorCon.  Tækninefndin tilnefndi sérstakan vinnuhóp sem samdi drög að texta staðalsins og naut til þess aðstoðar ýmissa sérfræðinga sem nafngreindir eru í formála staðalsins.

Jafnlaunastaðall að fyrirmynd alþjóðlegra stjórnunarstaðla

Ákveðið var að brjóta verkefnið upp og gera staðal eingöngu um launajafnrétti til að byrja með þannig að framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir yrði sérstakur staðall.

Þá var einnig ákveðið að byggja staðalinn upp með sama hætti og aðra alþjóðlega staðla eins og t.d. ISO9001 (um gæðastjórnun) og ISO140001 (um stjórnun umhverfismála). 

Sjá einnig:

Námskeið

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta