Jafnréttissjóður Íslands
Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni, þ. á m. rannsóknarverkefni, sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti. Þau ár sem úthlutun fer fram skulu styrkir Jafnréttissjóðs Íslands vera veittir 19. júní eða sem næst þeirri dagsetningu ef 19. júní ber upp á helgi.
Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands.
Í starfsreglum Jafnréttissjóðs Íslands er nánar kveðið á um afgreiðslu styrkumsókna.
Að meginstefnu til skulu styrkirnir veittir til verkefna sem miða að:
- samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins,
- jöfnum áhrifum kvenna og karla í samfélaginu,
- bættri stöðu kvenna og auknum möguleikum þeirra í samfélaginu,
- afnámi launamisréttis og annarrar mismununar á grundvelli kyns á vinnumarkaði,
- eflingu fræðslu um jafnréttismál,
- greiningu tölfræðiupplýsinga eftir kyni,
- eflingu rannsókna í kynja- og jafnréttisfræðum,
- vinnu gegn kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni, þ. á m. heildrænni fræðslu, forvarnastarfi og samræmdum viðbrögðum,
- breytingu á hefðbundnum kynjaímyndum og vinnu gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla,
- því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf,
- því að gæta sérstaklega að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá,
- vinnu gegn fjölþættri mismunun.
Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands
Ráðherra skipar sjóðnum sjóðsstjórn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Stjórnsýsla sjóðsins, þ.m.t. varsla sjóðsins og dagleg umsýsla hans er hjá Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
Samráðsvettvangur um jafnrétti kynjanna
Áhugavert
Jafnrétti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.