Löggjöf um jafnrétti
Um jafnréttismál gilda:
- lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (jafnréttislög)
- lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála
Þá eru fleiri lög sem taka til jafnréttismála og ber þar að nefna sérstaklega:
- lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði
- lög nr. 85/2018 um jafna meðferð utan vinnumarkaðar
- lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði
Á undirsíðum má finna frekari umfjöllun um lögin.
Markmið laga þessara er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.
Markmið laganna er meðal annars að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kyns á vinnumarkaði, ásamt því að gera öllum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, óháð kyni.
Markmið laga þessara er að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins.
Lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.
Önnur lög
Á Íslandi eru fleiri lög sem hafa það að markmiði að tryggja jafnrétti kynjanna. Hér að neðan má lesa stutta umfjöllun um nokkur slík.
Í lögum um einkahlutafélög nr. 128/1994 kemur fram í 39. grein að „Þegar stjórnarmenn eru tveir eða þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%.“ Þessi breyting gekk í gildi 2013.
Í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 kemur fram í 63. grein að „Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust.“ Þessi breyting gekk í gildi 2013.
Í lögum um samvinnufélög nr. 22/1991 kemur fram í 27. grein um stjórn félags og framkvæmdastjórn "Í stjórnum samvinnufélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%."
Í lögum um sameignarfélög nr. 50/2007 kemur fram í 13. grein um félagsstjórn "Í stjórnum sameignarfélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%."
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Úrskurðarnefndir
SAMRÁÐSVETTVANGUR UM JAFNRÉTTI KYNJANNA
Áhugavert
Jafnrétti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.