Alþjóðlegir mannréttindasamningar
Hér að neðan er fjallað um ýmsa mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Á undirsíðu hvers samnings er að finna upplýsingar um samninginn, helstu efnisdrætti, eftirlitsaðila, samningsviðauka eða valfrjálsar bókanir við samninginn, og hvaða ráðuneyti beri ábyrgð á framkvæmd samningsins. Neðst á hverri síðu eru tenglar á skýrslur Íslands um framkvæmd viðkomandi samnings og á athugasemdir eftirlitsaðila.
- Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
- Mannréttindasáttmáli Evrópu
- Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi
- Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn)
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasamningurinn)
- Alþjóðasamningur um afnám alls kynþáttamisréttis
- Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
Aðrir mannréttindasamningar sem Ísland hefur fullgilt
- Alþjóðasamningur um stöðu flóttamanna
- Evrópuráðssamningur um aðgerðir gegn mansali - pdf
- Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
- Lanzarote-samningurinn - Evrópuráðssamningur um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun - pdf
- Félagsmálasáttmáli Evrópu
- Istanbúl samningurinn - Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi - pdf
- Oviedo-samningurinn - Samningur Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: Samningur um mannréttindi og líflæknisfræði
Alþjóðlegir mannréttindasamningar
Sjá einnig:
Helstu lög
Nefndir
Annað gagnlegt efni
Mannréttindi
Síðast uppfært: 9.9.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.