Upplýsingar fyrir kærendur
Kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu eru sendar á þar til gerðum eyðublöðum. Heimilt er að fylla út kæruformið á íslensku og skila fylgigögnum á íslensku en ákveði dómstóllinn að taka málið til meðferðar verða samskiptin við hann að fara fram á ensku eða frönsku.
- Kærueyðublað (á ensku)
Hægt er að fylla inn í eyðublaðið með rafrænum hætti, en fyrst þarf að vista það (hægrismella og velja "save link as") á tölvu notanda og opna síðan með Adobe Acrobat Reader. Ef skjalið vistast með endinguna „.crdownload“ þarf að eyða henni áður en það er opnað. - Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir kærendur (á íslensku)
- Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir kærendur (á ensku)
m.a. um þau stýrikerfi, vafra og útgáfur Acrobat sem þarf til að kærueyðublaðið opnist rétt.
Þegar búið er að fylla út alla reiti eyðublaðsins er það prentað út, undirritað og sent ásamt öllum fylgigögnum vegna málsins í bréfpósti. Mikilvægt er að gæta að því að öll skjöl sem varða málið séu send með. Þá verður að póstleggja bréfið innan 4 mánaða frá því að endanleg niðurstaða í málinu liggur fyrir. Sé ekki gætt að þessu verður kæran ekki tekin til skoðunar hjá dómstólnum.
- Handbók um meðferðarhæfi kæra (á ensku)
- Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli fylla út eyðublaðið (á ensku)
- Leiðbeiningarmyndband um hvernig er fyllt í eyðublaðið (á ensku)
- Gagnlegur bæklingur um kærur til dómstólsins og hvernig meðferð þeirra er háttað innan dómstólsins (á ensku)
- Reglur Mannréttindadómstólsins (á ensku)
Mannréttindadómstóll Evrópu
Sjá einnig:
Mannréttindadómstóll Evrópu
Heimilisfang dómstólsins:
European Court of Human Rights
Council of Europe
F-67075 Strasbourg cedex
France
Fax : +33 (0)3 88 41 27 30
Upplýsingar á íslensku á vef Mannréttindadómstólsins
Annað gagnlegt efni
Mannréttindi
Evrópuráðið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.