Skýrslur og athugasemdir eftirlitsstofnana
Í velflestum mannréttindasamningum er mælt fyrir um einhvers konar eftirlit eða úttektir á skuldbindingum aðildarríkja. Eftirlit fer oftast fram með þeim hætti að stjórnvöld senda reglulega frá sér skýrslu um framkvæmd viðkomandi samnings hér á landi. Stjórnvöld senda í kjölfarið frá sér skýrslu um framkvæmd viðkomandi samnings hér á landi. Eftirlitsaðilinn fer síðan yfir skýrslu ríkisins og sendir frá sér athugasemdir og fyrirspurnir um einstök atriði sem ríkinu gefst kostur á að svara áður en eftirlitsaðilinn gefur út lokaathugasemdir sínar um framkvæmdina með tilmælum um hvað mætti betur fara. Ferlið endurtekur sig svo að einhverjum árum liðnum en misjafnt er eftir samningum hve oft ríki skila skýrslum til eftirlitsaðila. Eftirlitsaðilar hvetja jafnframt félagasamtök og aðra hagsmunaaðila til að senda inn viðbótarskýrslur til að varpa enn betur ljósi á framkvæmd tiltekins samnings og tækifæri til úrbóta. Leiðbeiningar um gerð slíkra skýrslna er gjarnan að finna á heimasvæði viðeigandi eftirlitsaðila.
Hér að neðan má finna á einum stað þær skýrslur sem Ísland hefur skilað til alþjóðlegra eftirlitsaðila vegna tiltekinna samninga og athugasemdir sem Íslandi hafa borist um framkvæmd samninganna. Jafnframt má hér finna skýrslur sem Ísland hefur skilað vegna allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála (UPR) og niðurstöður fyrri úttekta.
Umfjöllun um einstaka samninga og skýrslur tengdar þeim er jafnframt að finna á undirsíðu viðkomandi samnings.
Skýrslur
Skýrslur Íslands til alþjóðlegra eftirlitsaðila
Athugasemdir alþjóðlegra eftirlitsaðila
Mannréttindi
Sjá einnig:
Helstu lög
Nefndir
Sameinuðu þjóðirnar
Evrópuráðið
Mannréttindi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.