Viðurkenningar á sameiginlegum umsýslustofnunum
Samtök rétthafa sem stofna til samninga sem veita samningskvaðaheimild, samkvæmt ákvæðum höfundalaga, skulu hafa viðurkenningu ráðherra.
Slík samtök teljast sameiginlegar umsýslustofnanir í skilningi laga nr. 88/2019. Viðurkenning er háð því að samtök séu í forsvari fyrir verulegan hluta höfunda tiltekinna verka sem notuð eru hér á landi. Um slíkar viðurkenningar gilda ákvæði reglugerðar nr. 821/2021 um viðurkenningu sameiginlegra umsýslustofnana samkvæmt höfundalögum Einnig veitir ráðherra viðurkenningu til sameiginlegra umsýslustofnana vegna ýmissar annarrar umsýslu þóknana eða bóta skv. höfundalögum. Þau rétthafasamtök sem hafa viðurkenningu ráðherra til slíkrar sameiginlegrar umsýslu:
- Fjölís vegna samningskvaðasamninga um ljósritun og aðra fjölföldun prentaðs máls í menntastofnunum og ýmsum öðrum stofnunum og fyrirtækjum, sbr. 18. gr. höfundalaga
- Hagþenkir vegna samningskvaðasamninga um útsendingu útvarpsstöðva (hljóð- og sjónvarp) á útgefnum verkum, sbr. 1 mgr. 23. gr.
- IHM (Innheimtumiðstöð gjalda) vegna umsýslu bóta fyrir eintakagerð til einkanota, sbr. 11. gr. og vegna samningskvaðasamninga um endurvarp verka sem er útvarpað í gegnum kapalkerfi, sbr. 23. gr. a
- Myndstef vegna samningskvaðasamninga við sem heimila söfnum til að gera eintök af verkum í safni sínu og að gera þau aðgengileg almenningi, sbr. 12. gr. b og vegna fylgiréttargjalds, sbr. 25. gr. b
- Rithöfundasamband Íslandsvegna samningskvaðasamninga um útsendingu útvarpsstöðva (hljóð- og sjónvarp) á útgefnum verkum, sbr. 1 mgr. 23. gr.
- SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) vegna umsýslu endurgjalds vegna nota hljóðrita, sbr. 2. mgr. 47. gr.
- STEFvegna samningskvaðasamninga um útsendingu útvarpsstöðva (hljóð- og sjónvarp) á útgefnum verkum, sbr. 1 mgr. 23. gr.
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um reglugerðir
Áhugavert
Höfundaréttur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.