Kvikmyndastefna 2020-2030
Vorið 2019 var verkefnahópur með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs skipaður í þeim tilgangi að móta heildstæða stefnu fyrir kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi, sem gilda á til ársins 2030.
Markmið stefnunnar er að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands. Verkefnahópnum var falið að semja aðgerðaáætlun á grunni stefnunnar sem næði yfir kvikmyndamenningu, kvikmyndamenntun, þróun og framleiðslu kvikmyndaefnis og alþjóðlega kynningu og tökustaðinn Ísland. Þess var óskað að hópurinn skoðaði sérstaklega stofnana- og stuðningskerfi kvikmyndagerðar með tilliti til einföldunar og eflingar, en jafnframt hvernig kvikmyndagerð gæti stutt við markmið Íslands á sviði sjálfbærni.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.