Sviðslistir
Þjóðleikhúsið
Aðalverkefni Þjóðleikhússins er flutningur íslenskra og erlendra sjónleikja, en jafnframt skal það standa að flutningi á óperum og söngleikjum, og á hverju leikári skulu eitt eða fleiri viðfangsefni sérstaklega ætluð börnum. Þjóðleikhúsinu er ætlað að glæða áhuga landsmanna á leiklist og öðrum þeim listgreinum, sem leiksviði eru tengdar og kosta kapps um að efla íslenska leikritun og vera til fyrirmyndar um listrænan flutning viðfangsefna og meðferð íslenskrar tungu.
Íslenski dansflokkurinn
Hlutverk Íslenska dansflokksins er að sýna listdans, stuðla að nýsköpun í innlendri listdanssmíði og vera vettvangur til eflingar og framþróunar danslistar á Íslandi. Íslenska dansflokknum stjórnar listdansstjóri í samvinnu við stjórn dansflokksins, sem er þriggja manna stjórn skipuð af ráðherra til fjögurra ára í senn.
Leiklistarráð
Styrkir til atvinnuleikhópa
Leiklistarráð gerir tillögu til ráðherra um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum þar með talinn stuðning til rekstraraðila atvinnuleikhúsa. Ráðið gerir tillögu um einstök áherslusvið sem skulu hafa forgang hverju sinni við úthlutun fjár og skal þess getið í auglýsingu. Þá skal leiklistarráð veita ráðuneytinu umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til þess. Ráðið getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um leiklistarmálefni til ráðuneytisins. Umsýsla styrkja til atvinnuleikhópa er hjá Rannís.
Leiklist og ópera
Íslenska óperan
Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun sem nýtur rekstrarframlags úr ríkissjóði. Ráðuneytið og stjórn Íslensku óperunnar hafa með sér samning um starfsemi óperunnar, en tilgangur hans er að stuðla að uppbyggingu samfelldrar og fjölbreyttrar óperustarfsemi á vegum Íslensku óperunnar, enda sé hún vettvangur fyrir íslenska óperusöngvara til að þeir geti notað menntun sína og hæfileika. Samningurinn gildir til ársloka 2015.
Leikfélag Akureyrar
Samkvæmt samningi við Akureyrarbæ um framlög til atvinnuleikhúss á vegum Leikfélags Akureyrar greiða Akureyrarbær og ríkissjóður framlag til starfseminnar.
Áhugaleikfélög
Því fé sem veitt er í fjárlögum til starfsemi áhugaleikfélaga er úthlutað af ráðuneytinu að fengnum tillögum Bandalags íslenskra leikfélaga.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Gagnlegt
Listir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.