Hoppa yfir valmynd

Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní 2019, var haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum var að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn var í beinni útsendingu á RÚV og í  samstarfi við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Ungmennin komu sér saman um þrjú málefni; jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál. Ungu þingfulltrúarnir afhentu svo Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, ályktun að þingfundi loknum.

 

Myndir frá þingfundinum og undirbúningi er að finna á myndasíðu Alþingis.

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta