Hoppa yfir valmynd

Lesblinda: Heimildamynd

Heimildamyndin Lesblinda er fróðleg og hvetjandi fyrir alla sem glíma við lesblindu eða lestrarörðugleika. Tilgangur hennar er að vekja umræðu um lesblindu og þau úrræði sem standa til boða og mikilvægi þrautseigjunnar fyrir persónulegan árangur í námi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir gerð myndarinnar og hefur tryggt skólum aðgengi að henni.

Myndin er framleidd af SagaFilm en höfundur hennar er Sylvía Erla Melsted, söngkona og frumkvöðull.

Margt hefur áunnist í málefnum lesblindra á undanförnum árum en boðskapur myndarinnar er meðal annars sá að samfélagið og þar með atvinnulífið fagni í meira mæli styrkleikum og hæfileikum allra – ekki síst lesblindra, því greind og virði fólks ræðst ekki af getu þess í bóknámi

Myndin er aðgengileg á vef RÚV og von er á kennsluleiðbeiningum og kveikjum fyrir kennara sem vilja nýta sér hana. Þær upplýsingar verða birtar í Fræðslugátt Menntamálastofnunar. Í apríl nk. mun mennta- og menningarmálaráðuneyti halda málþing í tengslum við nýja menntastefnu til ársins 2030 þar sem sérstök áhersla verður lögð á málefni lesblindra og snemmbæran stuðning í skólakerfinu. Þá mun Sylvía einnig fara í heimsóknir í skóla.

Lesblinda - Teikning - Börn með bækur

Lesblinda - Teikning - Börn á skýjum

Spurt og svarað

Myndin verður aðgengileg á vef RÚV. (hlekkur væntanlegur)

Myndin hentar áhorfendum á öllum aldri. Hún er um 35 mínútur að lengd, hana verður einnig hægt að nálgast með íslenskum texta. 

Í myndinni eru viðtöl við fjölmarga viðmælendur, bæði sérfræðinga og fólk sem þekkir lesblindu af eigin raun. 

  • Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir lesblindukennari
  • Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi
  • Freyja Birgisdóttir dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild HÍ
  • Guðbjörg Rut Þórisdóttir læsisfræðingur
  • Heiða María Sigurðardóttir lektor við Sálfræðideild HÍ
  • Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur
  • Andrés James Andrésson
  • Bessi Gautur Friðþjófsson
  • Gunnar B. Guðbjörnsson
  • Hrönn Róbertsdóttir
  • Jón Gnarr
  • Kristófer Melsted
  • Luis Lucas António Cabambe
  • Oreo Melsted
  • Ragnheiður Melsted
  • Þórsteinn Sigurðsson

Verið er að vinna slíkt efni og það verður gert aðgengilegt í Fræðslugátt Menntamálastofnunar. 

Sylvía er reiðubúin að halda erindi og kynningar um myndina. Heppilegast er að hafa beint samband við hana í gegnum netfangið [email protected].
Hún mun einnig fara í skólaheimsóknir í grunn- og framhaldsskóla sem víðast um landið og verður fyrirkomulag þeirra heimsókna kynnt betur hér á síðunni. 

Lesblinda - Teikning - Barn að lesa

Lesblinda - Teikning - Börn með bækur

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta