COVID-19 og skólastarf
Uppfært 28. febrúar 2022
Takmörkunum á skólastarfi vegna COVID-19 var aflétt frá og með 12. febrúar með gildistöku reglugerðar nr. 177/2022 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Öllum öðrum takmörkunum var aflétt 25. febrúar 2022.
Vöktunarteymi um sóttvarnir í skólastarfi
Hlutverk vöktunarteymis um sóttvarnir í skólastarfi var að stuðla að markvissum viðbrögðum sem best tryggja öryggi barna og ungmenna í skólum, og að þau fái notið lögbundinnar þjónustu menntakerfisins. Vöktunarteymið var samvinnuverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, heilbrigðisráðuneytis, Grunns - félags stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Kennarasambands Íslands, almannavarnadeildar höfuðborgarsvæðisins og Skólameistarafélags Íslands undir forystu ráðherra mennta- og barnamála.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.