Hoppa yfir valmynd

Vottun námskráa

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fer með málefni framhaldsfræðslu skv. lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Ráðherra, eða aðili sem hann felur þau verkefni, vottar námskrár og námsskrárlýsingar, sbr. 6. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010, og veitir fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu, sbr. 7. gr. laganna.

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur, samkvæmt samningi, falið mennta- og barnamálaráðuneytinu að annast viðurkenningar fræðsluaðila í framhaldsfræðslu.

Framhaldsfræðsla er hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla, þ.e. einstaklinga sem hafa hætt námi í formlega skólakerfinu áður en skilgreindum námslokum var náð.

Fræðsluaðilar í framhaldsfræðslu eru þeir sem hafa viðurkenningu á grundvelli laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.

Námstilboð í framhaldsfræðslu einskorðast við framangreindan hóp. Námið er í boði hjá viðurkenndum fræðsluaðila sem sækir um styrk til Fræðslusjóðs. Námskrá þarf að vera vottuð af til þess bærum aðila, áður Menntamálastofnun, nú mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Fræðsluaðilar, eða aðrir fagaðilar sem ráðuneyti telur hæfa, geta sótt um vottun námskráa til mennta- og barnamálaráðuneytisins samkvæmt 6. grein laga um framhaldsfræðslu. Námskrár og námsþættir eru skráðir af fræðsluaðila í námskrárgrunn ráðuneytisins og úr þeim grunni sendir fræðsluaðili formlega umsókn um vottun. Ef námskrá felur í sér starfsmenntun þá er óskað eftir að yfirlýsing úr samstarfsaðila úr atvinnulífi fylgi með umsókn.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti birtir viðmið um gerð námskráa í framhaldsfræðslu en þær lýsa námstilboði sem samanstendur af einum eða fleiri námsþáttum og felur í sér að lágmarki 40 klukkustunda vinnu námsmanns, í og utan kennslustunda. Viðmiðin nýtast fræðsluaðilum við námskrárgerð og eru höfð til hliðsjónar af ráðuneytinu við vottun þeirra.

Mennta- og barnamálaráðuneytið vottar námskrár á grundvelli 6. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og 8.-10. gr. reglugerðar um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011. Markmið með vottuninni er að stuðla að aukinni viðurkenningu náms sem fer fram utan formlega skólakerfisins og tryggja gæði og gegnsæi námstilboða viðurkenndra fræðsluaðila í framhaldsfræðslu. Með vottun er staðfest að námið uppfylli kröfur um skipulag, framsetningu viðmiða og námsmat. Í vottuninni felst jafnframt að viðkomandi nám hefur verið tengt við hæfniþrep.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta