Hoppa yfir valmynd

Vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur

Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám. Hér að neðan má sjá spurningar og svör varðandi vinnustaðanám og rafræna ferilbók.

Senda má erindi tengd rafrænum ferilbókum til Menntamálastofnunar gegnum netfangið [email protected].

Já, en það er eðli máls samkvæmt breytilegt eftir greinum og vinnustöðum hvort og þá með hvaða hætti slíkt er gert.

Já, ferilbækur fylgja nema frá upphafi skólavistar.Við upphaf náms í skóla sem felur í sér vinnustaðanám stofnar skólinn rafræna ferilbók nemans. Ferilbókin er tengd kennitölu nemans og fylgir því nemanda óháð skóla og vinnustað. 
Þegar vinnustaðanám hefst fær nemi upplýsingar frá skóla um hver verður umsjónarmaður hans og hvert hann getur leitað, á meðan á vinnustaðanámi stendur. Skólinn skal upplýsa nema um fyrirkomulag vinnustaðanáms og almennt um vinnustaðinn, öryggismál og vinnuumhverfi. Vinnustaður er ábyrgur fyrir fræðslu um vinnustaðanámið, öryggismál og fleiri þætti á vinnustaðnum. 
Skólarnir bera ábyrgð á að gera þríhliða samning um nám á vinnustað milli skóla, nema og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar. Skólinn fylgist með vinnustaðanámi nema og að það fari fram í samræmi við rafræna ferilbók. Þegar gerður er ráðningarsamningur þá geta einstök mál honum tengdum heyrt undir viðkomandi stéttarfélag að greiða úr. 
Ef í ljós kemur að fyrirtæki uppfylli ekki lengur skilyrði skv. reglugerð tekur Menntamálastofnun þau af birtingaskrá.
Nemar eru á ábyrgð skóla í vinnustaðanámi. 
Þegar nemi telur sig hafa náð hæfni sem skilgreind er í verkþætti hakar hann við þann reit í ferilbókinni.Tilsjónarmaður vinnustaðar fær tilkynningu í kerfinu um að nemi telji hæfninni náð. Tilsjónarmaður metur frammistöðu nemans á vinnustað og getur í því sambandi haft til hliðsjónar gögn í ferilbókinni. Tilsjónarmaður hakar við þegar nemi, að hans mati, hefur náð viðkomandi hæfni. Þegar verkflokki er lokið fær umsjónarmaður skóla tilkynningu og staðfestir með því að haka við. Staðfestingin felur í sér að umsjónarmaður hefur fylgst með námsframvindu nemans.
Þegar nemi hefur lokið öllum verkflokkum ferilbókarinnar merkja nemi og tilsjónarmaður vinnustaðar við tiltekinn reit í ferilbókinni sem umsjónarmaður skólans fær staðfestingu um. Í kjölfarið yfirfer umsjónarmaður skólans ferilbók nemans og merkir til útskriftar. 
Aðilum ber að reyna að leita lausna sín á milli. Takist það ekki vísa aðilar málinu til skólameistara sem getur kallað til prófdómara. Úrskurður hans er endanlegur.
Nemar greiða innritunargjöld í samræmi við reglur skólans. 
Meðal annars með samningum á milli aðila um nám nema og með samvinnu umsjónaraðila skóla og tilsjónarmanns á vinnustað.
Vinnustaðanámssjóður er ætlaður til þess að koma til móts við fyrirtæki sem taka nema í vinnustaðanám. Úthlutunarreglur vinnustaðanáms eru til skoðunar en ekki liggur fyrir ákvörðun um breytingar.
Starfsmenntaskólar munu bera ábyrgð á starfsnámsnemendum frá upphafi náms til námsloka að meðtöldu vinnustaðanámi. Nemendur munu vera skráðir í skólann á meðan á vinnustaðanámi stendur og skólinn því ábyrgur fyrir því að fylgjast með framvindu námsins. Eftirfylgni með starfsnámsnemum mun því aukast.
Skólinn þarf að geta tryggt nemanda nám sem hann tekur frá upphafi náms og til námsloka og taka ábyrgð á því að vinnustaðanám fáist þó ekki liggi fyrir samningur við upphaf náms.
Nemendur munu geta fylgst með hæfniþáttum í rafrænni ferilbók og jafnframt þegar námi er lokið munu þeir geta sýnt framtíðarvinnuveitanda hvaða hæfni þeir hafa náð í gegnum námsferil sinn. 
Það er ekki sjálfgefið, en þeir sem ná fljótt góðum tökum á hæfniþáttum námsins ættu að geta stytt námstímann sinn frá því sem nú er.
Samkvæmt b. lið 7.gr. laga um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015 eru eftirtaldir slysatryggðir: Nemendur í iðnnámi í löggiltum iðngreinum og nemar í starfsnámi sem stunda nám í heilbrigðisgreinum og raunvísindum og háskólanemar þegar þeir sinna verklegu námi.
Ef nemandi framvísar staðfestingu á því frá skólanum að hann sé í fullu námi er skólaleiðin lánshæf hjá Menntasjóði námsmanna.
Ekki er verið að breyta starfsmenntakerfinu almennt t.d. hvað varðar starfsgreinaráð og rafræn ferilbók mun styrkja tengsl vinnustaða við skóla. Þannig er gert ráð fyrir að tengslin muni styrkjast með auknu samstarfi.
Nemendur þurfa að ná sömu hæfniþáttum í rafrænu ferilbókinni og standast í kjölfarið sveinspróf í þeim greinum sem það á við. Hinsvegar er gert ráð fyrir að nemendur á fyrrgreindu námsleiðinni hafi fengið meiri þjálfun að jafnaði.
Áður en gerður er skólasamningur skal umsjónaraðili skóla hafa fullreynt að koma nemanda á iðnmeistarasamning með því að leita í birtingarskrá hjá Menntamálastofnun. Beri það ekki árangur ber skóla að tilkynna það til meistarafélags viðkomandi iðngreinar þar sem það á við. Miða skal við að svar hafi borist skólanum innan tveggja vikna. 

Lykilhugtök í reglugerð um vinnustaðanám

Vinnustaðanám: Vinnustaðanám tekur bæði til hugtakanna vinnustaðanám og starfsþjálfunar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Iðnmeistara-, fyrirtækis-, stofnunarsamningur um vinnustaðanám: er námssamningur um vinnustaðanám allra starfsgreina samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 sem er gerður milli skóla, nemanda og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um að veita nemanda tilskilda menntun og þjálfun í samræmi við 28. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla.

Skólasamningur um vinnustaðanám: er námssamningur um vinnustaðanám allra starfsgreina samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 milli nemanda, skóla og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um að veita nemanda tilskilda menntun í samræmi við 28. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla.

Vinnustaðanámssamningur: skiptist annars vegar í iðnmeistara-, fyrirtækisstofnunarsamning um vinnustaðanám eða skólasamning um vinnustaðanám.

Umsýsluaðili: skóli sem annast umsýslu námssamnings eða annar aðili sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur falið það hlutverk.

Tilsjónarmaður vinnustaðar: aðili innan vinnustaðar sem hefur umsjón með námi nema og fyllir inn í rafræna ferilbók fyrir hönd vinnustaðar í umboði iðnmeistara, fyrirtækis og stofnana eftir því sem við á.

Umsjónarmaður skóla: aðili sem skólinn hefur tilnefnt til að hafa umsjón með vinnustaðanámi nema og að rafræn ferilbók sé rétt út fyllt. 

Rafræn ferilbók: rafræn skráning um framvindu náms og námsferil nemanda á vinnustað þar sem hæfni nemanda er staðfest af umsjónarmönnum skóla og tilsjónarmanni vinnustaðar Í rafrænni ferilbók eru hæfniþættir skilgreindir sem verkflokkar og verkþættir. Rafræn ferilbók er í umsjón Menntamálastofnunar. 

Birtingarskrá: skrá á vegum Menntamálastofnunar um samþykkt iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar sem annast vinnustaðanám. Fyrirtæki eru skráð í rafræna ferilbók. 

Verkþættir/verkflokkar: Við upphaf náms á vinnustað eru í rafrænni ferilbók nokkrir verkflokkar sem hver um sig skiptast upp í verkþætti. Þeir liggja til grundvallar vinnustaðanáminu og nýtast við mat  á hæfni nemans. 

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta