Vinnustaðanám og rafrænar ferilbækur
- Leiðbeiningar um framkvæmd reglugerðar um vinnustaðanám
- Leiðbeiningar um ábendingar fyrir endurskoðun rafrænnar ferilbókar
- Verkferill vegna Birtingaskrár
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám. Hér að neðan má sjá spurningar og svör varðandi vinnustaðanám og rafræna ferilbók.
Senda má erindi tengd rafrænum ferilbókum til Menntamálastofnunar gegnum netfangið [email protected].
Já, en það er eðli máls samkvæmt breytilegt eftir greinum og vinnustöðum hvort og þá með hvaða hætti slíkt er gert.
Lykilhugtök í reglugerð um vinnustaðanám
Vinnustaðanám: Vinnustaðanám tekur bæði til hugtakanna vinnustaðanám og starfsþjálfunar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Iðnmeistara-, fyrirtækis-, stofnunarsamningur um vinnustaðanám: er námssamningur um vinnustaðanám allra starfsgreina samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 sem er gerður milli skóla, nemanda og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um að veita nemanda tilskilda menntun og þjálfun í samræmi við 28. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla.
Skólasamningur um vinnustaðanám: er námssamningur um vinnustaðanám allra starfsgreina samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 milli nemanda, skóla og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um að veita nemanda tilskilda menntun í samræmi við 28. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla.
Vinnustaðanámssamningur: skiptist annars vegar í iðnmeistara-, fyrirtækisstofnunarsamning um vinnustaðanám eða skólasamning um vinnustaðanám.
Umsýsluaðili: skóli sem annast umsýslu námssamnings eða annar aðili sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur falið það hlutverk.
Tilsjónarmaður vinnustaðar: aðili innan vinnustaðar sem hefur umsjón með námi nema og fyllir inn í rafræna ferilbók fyrir hönd vinnustaðar í umboði iðnmeistara, fyrirtækis og stofnana eftir því sem við á.
Umsjónarmaður skóla: aðili sem skólinn hefur tilnefnt til að hafa umsjón með vinnustaðanámi nema og að rafræn ferilbók sé rétt út fyllt.
Rafræn ferilbók: rafræn skráning um framvindu náms og námsferil nemanda á vinnustað þar sem hæfni nemanda er staðfest af umsjónarmönnum skóla og tilsjónarmanni vinnustaðar Í rafrænni ferilbók eru hæfniþættir skilgreindir sem verkflokkar og verkþættir. Rafræn ferilbók er í umsjón Menntamálastofnunar.
Birtingarskrá: skrá á vegum Menntamálastofnunar um samþykkt iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar sem annast vinnustaðanám. Fyrirtæki eru skráð í rafræna ferilbók.
Verkþættir/verkflokkar: Við upphaf náms á vinnustað eru í rafrænni ferilbók nokkrir verkflokkar sem hver um sig skiptast upp í verkþætti. Þeir liggja til grundvallar vinnustaðanáminu og nýtast við mat á hæfni nemans.
Framhaldsskólar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.