Hoppa yfir valmynd

Þjóðarleikvangar - gátlisti sérsambanda

Reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum, nr. 388/2018, gildir um viðurkenningu íþróttamannvirkja sem þjóðarleikvanga í íþróttum, með hvaða hætti slík viðurkenning er veitt og skilyrði sem sett eru fyrir viðurkenningu. Eftirfarandi gögnum þarf sérsamband að skila til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (6. gr.) vegna umsóknar á grundvelli reglugerðarinnar:

Umsókn um að íþróttamannvirki verði vottað sem þjóðarleikvangur í íþróttagrein

  1. Þarfagreining með rökstuðningi um af hverju sótt er um að mannvirki verði vottað sem þjóðarleikvangur. Sjá einnig 7. gr. reglugerðar 388/2018 um mat á umsókn.
  2. Umsögn og samþykki sveitarfélags sem á mannvirkið eða ber ábyrgð á því vegna umsóknar (6. gr.).
  3. Umsögn héraðssambands þar sem mannvirki er staðsett (6. gr.).
  4. Staðfesting um að tæknilegir staðlar til þess að halda alþjóðlega keppni í viðkomandi íþróttagrein séu réttir (4. gr.)
  5. Staðfesting á að skilgreindar lágmarkskröfur um mannvirkið fyrir almenning, starfsmenn, keppendur og fjölmiðla í tengslum við alþjóðleg íþróttamót séu uppfylltar samkvæmt reglum alþjóðasambands viðkomandi íþróttagreinar (5. gr).
  6. Starfshópur sem ráðherra skipar getur óskað eftir frekari gögnum sé eftir því leitað til þess að geta lagt mat á umsókn (8. gr.).
  7. Samningur aðila (9. gr.).

Umsókn um fjármagn vegna stofnkostnaðar við byggingu, breytingar eða endurnýjun á viðkomandi íþróttamannvirki

  1. Við meðferð umsókna um stofnframlag vegna þjóðarleikvangs skal fylgja ákvæðum 7., 8. og 9. gr. reglugerðarinnar (10. gr.).
  2. Með umsókn um stofnframlag skal leggja fram eftirfarandi gögn (11. gr.):
    1. Yfirlýsingu á milli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sérsambands og sveitarfélagsins um að umsókn sé vegna væntanlegs þjóðarleikvangs.
    2. Staðfestingu um að mannvirkið sé á deiliskipulagi, teikningar af mannvirkinu, yfirlýsingu byggingarfulltrúa og staðfestingu frá íþróttahreyfingunni um að íþróttatæknilegur hluti mannvirkis standist alþjóðlegar kröfur. c. Nákvæma framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna byggingar mannvirkisins.
    3. Greinargerð með einstökum liðum fjárhagsáætlunarinnar.
    4. Umsögn frá íþróttaráði og/eða bæjarstjórn viðkomandi sveitarfélags.
    5. Rekstraráætlun, fjárhagsáætlun og notkunaráætlun fyrir mannvirkið.
    6. Upplýsingar um reikningsnúmer og prókúruhafa umsækjanda.
    7. Vottorð úr fasteignabók sem staðfestir eignarhald mannvirkis.
    8. Ráðuneytinu er heimilt að óska eftir ítarlegri gögnum sé talin þörf á því.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, [email protected].

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta