Þjóðarleikvangar - gátlisti sérsambanda
Reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum, nr. 388/2018, gildir um viðurkenningu íþróttamannvirkja sem þjóðarleikvanga í íþróttum, með hvaða hætti slík viðurkenning er veitt og skilyrði sem sett eru fyrir viðurkenningu. Eftirfarandi gögnum þarf sérsamband að skila til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (6. gr.) vegna umsóknar á grundvelli reglugerðarinnar:
Umsókn um að íþróttamannvirki verði vottað sem þjóðarleikvangur í íþróttagrein
- Þarfagreining með rökstuðningi um af hverju sótt er um að mannvirki verði vottað sem þjóðarleikvangur. Sjá einnig 7. gr. reglugerðar 388/2018 um mat á umsókn.
- Umsögn og samþykki sveitarfélags sem á mannvirkið eða ber ábyrgð á því vegna umsóknar (6. gr.).
- Umsögn héraðssambands þar sem mannvirki er staðsett (6. gr.).
- Staðfesting um að tæknilegir staðlar til þess að halda alþjóðlega keppni í viðkomandi íþróttagrein séu réttir (4. gr.)
- Staðfesting á að skilgreindar lágmarkskröfur um mannvirkið fyrir almenning, starfsmenn, keppendur og fjölmiðla í tengslum við alþjóðleg íþróttamót séu uppfylltar samkvæmt reglum alþjóðasambands viðkomandi íþróttagreinar (5. gr).
- Starfshópur sem ráðherra skipar getur óskað eftir frekari gögnum sé eftir því leitað til þess að geta lagt mat á umsókn (8. gr.).
- Samningur aðila (9. gr.).
Umsókn um fjármagn vegna stofnkostnaðar við byggingu, breytingar eða endurnýjun á viðkomandi íþróttamannvirki
- Við meðferð umsókna um stofnframlag vegna þjóðarleikvangs skal fylgja ákvæðum 7., 8. og 9. gr. reglugerðarinnar (10. gr.).
- Með umsókn um stofnframlag skal leggja fram eftirfarandi gögn (11. gr.):
- Yfirlýsingu á milli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sérsambands og sveitarfélagsins um að umsókn sé vegna væntanlegs þjóðarleikvangs.
- Staðfestingu um að mannvirkið sé á deiliskipulagi, teikningar af mannvirkinu, yfirlýsingu byggingarfulltrúa og staðfestingu frá íþróttahreyfingunni um að íþróttatæknilegur hluti mannvirkis standist alþjóðlegar kröfur. c. Nákvæma framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna byggingar mannvirkisins.
- Greinargerð með einstökum liðum fjárhagsáætlunarinnar.
- Umsögn frá íþróttaráði og/eða bæjarstjórn viðkomandi sveitarfélags.
- Rekstraráætlun, fjárhagsáætlun og notkunaráætlun fyrir mannvirkið.
- Upplýsingar um reikningsnúmer og prókúruhafa umsækjanda.
- Vottorð úr fasteignabók sem staðfestir eignarhald mannvirkis.
- Ráðuneytinu er heimilt að óska eftir ítarlegri gögnum sé talin þörf á því.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti, [email protected].
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.