Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi
Mennta- og barnamálaráðuneytið hélt ráðstefnuna Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn, 20. nóvember 2023 í Silfurbergi í Hörpu. Á ráðstefnunni voru kynnt áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi með bættri aðstöðu, stuðningi og réttindum fyrir afreksíþróttafólk.
Upptaka
Vel á fjórða hundrað manns sóttu ráðstefnuna og komu um tvö þúsund inn á streymið. Mennta- og barnamálaráðuneytið safnaði spurningum þátttakenda og niðurstöðum úr hópvinnu sem innlegg í vinnu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks.
Dagskrá
Erindi
Hér eru birtar glærur frá ráðstefnunni (pdf). Kynningum með myndefni eingöngu er sleppt og vísað á streymið.
- Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi
Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og formaður starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks - Svæðisstefna og nýsköpun í afreksmálum
Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness - Afreksmiðstöð – TEAM Iceland
Dr. Erlingur Jóhannsson, prófessor - Afreksíþróttamiðstöð Noregs í Bergen
Pia Mørk Andreassen, svæðisstjóri
Hér eru birtar niðurstöður hópvinnu á ráðstefnunni:
- Spurning - Nefnið þau þrjú atriði sem sveitarfélög ættu að einblína á í eflingu á íþróttastarfi í nærumhverfi sínu
- Spurning - Nefnið þrjú atriði sem atvinnulífið gæti komið að til eflingar afreksíþróttastarfs á Íslandi
- Spurning - Hvernig geta fagaðilar frá Afreksmiðstöð - Team Iceland eflt afreksíþróttir á Íslandi? Hver eru þrjú mikilvægustu atriðin?
- Spurning - hvernig getur bætt samvinna íþróttafélaga, skóla og sveitarfélaga á Íslandi leitt til enn betri árangurs í íþróttum?
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.