Hoppa yfir valmynd

Úttekt Evrópumiðstöðvar

Evrópumiðstöðin er sjálfstæð stofnun 30 Evrópuríkja sem hafa með sér samstarf um málefni er lúta að menntun án aðgreiningar og sérþörfum í námi. Tilgangur hennar er að vinna að umbótum á stefnu og framkvæmd menntamála í þágu nemenda með fötlun og sérþarfir í námi. Í desembermánuði 2016 voru aðildarlönd miðstöðvarinnar þessi: Austurríki, Belgía, Króatía, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland (England, Norður-Írland, Skotland og Wales).

Ísland hefur átt fulla aðild að miðstöðinni allt frá stofnun hennar árið 1996.

Evrópumiðstöðin starfar með stjórnvöldum allra aðildarlandanna að ýmsum sam-eigin¬legum hagsmunamálum. Hún annast jafnframt ráðgjafarþjónustu fyrir stjórn-völd þeirra aðildarlanda sem hyggjast skoða sérstaklega einhverja þá þætti í menntun án aðgreiningar í landinu sem ekki er fjallað um í samþykktri starfsáætlun miðstöðvarinnar. Verkefni af því tagi eru unnin samkvæmt sérstakri beiðni mennta-málaráðherra viðkomandi lands.

Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins leituðu til Evrópumiðstöðvar-innar snemma árs 2015 með það í huga að hefja úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Úttektin skyldi taka mið af fyrra mati starfshóps á stefnunni, sem fram fór árið 2015 og lesa má um í skýrslunni Mat á framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2015).

Evrópumiðstöðin átti á árinu 2015 víðtækt samráð við ýmsa hópa sem vinna að málefnum menntunar án aðgreiningar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og í faggreinasamtökum. Ákveðið var að úttektin skyldi taka til leik-, grunn- og framhaldsskólastigs. Þá væri nauðsynlegt að hvetja til þátttöku og virkja áhuga þeirra sem vinna að mennta-málum í skólum, sveitarfélögum og hjá ríkinu.

Formlegt samkomulag um úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi var gert 3. nóvember 2015 með undirritun samnings milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Evrópumiðstöðvarinnar. Jafnframt var undirrituð viljayfirlýsing mennta- og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla og Skólameistarafélags Íslands um samstarf vegna úttektarinnar.

Evrópumiðstöðin vann að úttektinni árið 2016 í samstarfi við alla þá aðila sem hlut eiga að máli. Úttektarhópurinn var skipaður starfsmönnum miðstöðvarinnar sem höfðu sér til aðstoðar ráðgjafa með sérþekkingu á þessum sviðum.

Eftirtaldir aðilar tóku beinan þátt í vinnunni við úttektina:

  • Stofnanir sem annast umsýslu fjárveitinga til menntunar án aðgreiningar: sveitarfélög, mennta- og menningarmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti ([nú samgöngu- og sveitar-stjórnarráðuneyti]) (gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga).
  • Nemendur og aðstandendur þeirra, starfsfólk skóla, skólaþjónusta, þeir sem annast fjármögnun og rekstur skóla, kennarasamtökin og stofnanir sem annast menntun kennara, auk ráðamanna á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Sökum dreifðrar byggðar á Íslandi og lítillar miðstýringar í menntakerfinu skipti miklu að úttektin næði til margra staða á landinu. Vettvangsathuganir fóru þannig að stærstum hluta fram í Reykjavík, á Akureyri, á Egilsstöðum, í Árborg og í Borgar-byggð, ásamt nærliggjandi sveitarfélögum.

Stofnaðir voru 27 rýnihópar, farið í 11 skólaheimsóknir og tekin níu viðtöl við einstaklinga. Netkönnun meðal foreldra, kennara, annars starfsfólks skóla og skólastjórnenda (á íslensku og ensku) tók til landsins alls og bárust samtals 934 svör.

Í þessari skýrslu eru niðurstöður úttektarinnar kynntar og gerð grein fyrir tillögum sem byggðar eru á þeim.

Þegar úttektinni var hleypt af stokkunum hinn 3. nóvember 2015 kom fram í máli Illuga Gunnarssonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að óskað hefði verið eftir úttekt á menntun án aðgreiningar á Íslandi fyrst og fremst til þess að afla álits þeirra sem standa utan íslenska menntakerfisins. Hann vísaði til málsháttarins „glöggt er gestsaugað“.

Rétt eins og þau sem skipuðu úttektarhópinn er ég þess fullviss að okkur hafi tekist að framkvæma úttektina með „glöggu auga“ gestsins. Við teljum einnig víst að okkur hafi tekist að gefa mörgum í íslenska menntakerfinu tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum á því hversu vel kerfið þjónar þörfum þeirra.

Dr. Cor Meijer, forstöðumaður Evrópumiðstöðvarinnar

Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla á Íslandi í heild.

Síðast uppfært: 7.12.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta