Skólaganga barna flóttafólks frá Úkraínu
Hér er að finna leiðbeiningar um það sem þarf að gera til að koma börnum og ungmennum á flótta frá Úkraínu í skóla á Íslandi. Áður en barn eða ungmenni getur hafið skólagöngu þarf það að hafa fengið dvalarleyfi og farið í læknisskoðun.
- Til að sækja um skólavist fyrir barn í leikskóla þarf í flestum tilvikum rafræn skilríki.
- Forsjáraðilar (foreldrar) barna og ungmenna frá Úkraínu sem sækja um dvalarleyfi fá SIM-kort frá Útlendingastofnun fyrir farsímann sinn.
- Þegar Útlendingastofnun hefur veitt dvalarleyfi fá forsjáraðilar dvalarleyfiskort með kennitölu.
- Forsjáraðilar fara með farsímann og kennitölu til símafyrirtækis síns sem tengir nafn og kennitölu þeirra við símanúmerið sem þau hafa fengið. Sótt er um rafræn skilríki á eftirfarandi afgreiðslustöðum. Þegar sækja á um rafrænt skilríki í farsíma þarf að hafa farsímann við höndina og kennitölu auk þess að hafa ökuskírteini eða vegabréf meðferðis.
- Fylla þarf út eyðublað á vef viðkomandi sveitarfélags um leikskólavist fyrir barnið. Í flestum tilvikum fer barnið á biðlista þar til pláss losnar. Börn eru tekin inn eftir aldri (elstu börnin fyrst). Hafið samband við sveitarfélagið ef þið þurfið aðstoð.
- Hægt er að hafa samband við sveitarfélag um skólagjöld og framvindu mála.
- Forsjáraðilar þurfa að fara með barn sitt í læknisskoðun áður en það getur byrjað í leikskóla.
- Sveitarfélagið sendir staðfestingu til forsjáraðila þegar barninu er úthlutað pláss í leikskóla. Þar koma fram upplýsingar um næstu skref.
- Til að sækja um skólavist fyrir barn í grunnskóla þarf í flestum tilvikum rafræn skilríki.
- Forsjáraðilar (foreldrar) barna og ungmenna frá Úkraínu sem sækja um dvalarleyfi fá SIM-kort frá Útlendingastofnun fyrir farsímann sinn.
- Þegar Útlendingastofnun hefur veitt dvalarleyfi fá forsjáraðilar dvalarleyfiskort með kennitölu.
- Forsjáraðilar fara með farsímann og kennitölu til símafyrirtækis síns sem tengir nafn og kennitölu þeirra við símanúmerið sem þau hafa fengið. Sótt er um rafræn skilríki á eftirfarandi afgreiðslustöðum. Þegar sækja á um rafrænt skilríki í farsíma þarf að hafa farsímann við höndina og kennitölu auk þess að hafa ökuskírteini eða vegabréf meðferðis.
- Fylla þarf út eyðublað á vef viðkomandi sveitarfélags um grunnskólavist fyrir barnið þitt. Hafið samband við sveitarfélagið ef þið þurfið aðstoð.
- Haft er samband við sveitarfélag ef þið hafið ekki fengið svar við umsókn innan tveggja vikna.
- Forsjáraðilar þurfa að fara með barn sitt í læknisskoðun áður en það getur byrjað í grunnskóla.
- Sveitarfélagið sendir staðfestingu til forsjáraðila um grunnskólavist. Þar koma fram upplýsingar um næstu skref.
- Þeir sem hafa lokið grunnskólanámi eða náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla.
- Nemendur þurfa að fara í læknisskoðun áður en þeir geta byrjað í framhaldsskóla.
- Ellefu framhaldsskólar eru með móttökuáætlun fyrir ungmenni á framhaldsskólastigi. Forsjáraðilar (foreldrar) finna þann skóla sem er næstur þeim og hafa samband við tengilið sem veitir nánari upplýsingar. Skólarnir og tengiliðirnir eru eftirfarandi:
Reykjavík og nágrenni:
Borgarholtsskóli (BHS)
í úthverfi Reykjavíkur í Grafarvogi. Hann er framsækinn og tæknivæddur nútímaskóli með um 1200 nemendur og fjölbreytt námsframboð. M.a. eru í boði bóknámsbrautir, bíltæknibrautir, íþrótta- og afrekssvið, félagsvirkni- og uppeldissvið, starfsbraut fyrir fatlaða, listnám og málm- og véltæknibrautir. Jafnframt er í boði almenn námsbraut fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til náms á öðrum brautum. Boðið er upp á dagskóla og dreifnám.
Tengiliður: Þórdís Ólafsdóttir, [email protected]
Sími: 535 1700
Fjölbrautaskólinn við Ármúla (FÁ)
er staðsettur við Ármúla í Reykjavík. Skólinn sérhæfir sig í heilbrigðisgreinum en býður jafnframt upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, starfsbraut fyrir fatlaða og almenn námsbraut fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til náms á öðrum brautum. Á öllum brautum er sérstaklega hugað að þörfum nemenda með annað móðurmál en íslensku en nemendur af erlendum uppruna eru 10 - 15% nemenda skólans. Fjöldi nemenda í dagskóla eru um 850 og þá eru um 1100 nemendur í fjarnámi við skólann. Í FÁ er rekið öflugt fjarnám á sömu námsbrautum og eru í boði í dagskóla.
Tengiliður: Kristen Mary Swenson, [email protected]
Sími: 525 8800
Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH)
er um 1100 nemenda framhaldsskóli staðsettur við Hamrahlíð í Reykjavík og liggur vel með tilliti til almenningssamgangna. Skólinn er framsækinn bóknámsskóli sem býður upp á hefðbundnar bóknámsbrautir til stúdentsprófs, listdansbraut og starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Í boði er einnig IB braut, sem er samræmt alþjóðlegt og krefjandi nám eftir námskrá IB samtakanna (International Baccalaureate). Það nám fer fram á ensku. Skólinn býður einvörðungu upp á staðnám.
Tengiliður: Guðmundur Arnlaugsson, [email protected]
Sími: 595 5200
Suðurnes:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS)
er um 900 nemenda framhaldsskóli staðsettur í Reykjanesbæ á Suðurnesjum. Skólinn býður upp á fjölbreytt námsframboð s.s. stúdentsprófsbrautir, starfsnámsbrautir sem og starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur og móttökubraut fyrir erlenda nemendur. Í skólanum er hægt að stunda nám í raunvísindum, félagsvísindum, viðskiptagreinum, myndlist, fatagerð, íþróttum, tölvufræði, húsasmíði, rafvirkjun, vélstjórn og hárnsnyrtiiðn. Jafnframt er í boði nám fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði til náms á öðrum brautum.
Tengiliður: Ægir Karl Ægisson, [email protected]
Sími: 421 3100
Vesturland:
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi (FVA)
er um 500 nemenda framhaldsskóli á Akranesi, í um 45 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Hann býður upp á fjölbreytt námsframboð s.s stúdentsprófsbrautir, afrekssvið í íþróttum, starfsbraut fyrir fatlaða og iðnnám. Þar má nefna húsasmíði, vélvirkjun, rafvirkjun, sjúkraliðanám og félagsliðabraut. Við skólann er starfrækt gott mötuneyti og heimavist með 30 2ja manna herbergjum.
Tengiliður: Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari [email protected]
Sími: 433 2500
Menntaskóli Borgarfjarðar (MB)
er um 150 nemenda framhaldsskóli staðsettur í Borgarnesi á Vesturlandi. Skólinn býður upp á hefðbundnar bóknámsbrautir til stúdentsprófs auk starfsbrautar. Öflugt félagslíf er við skólann og nemendur og starfsfólk mjög náið.
Tengiliður: Bragi Þór Svavarsson [email protected]
Sími: 844 4259
Vestfirðir:
Menntaskólinn á Ísafirði (MÍ)
er um 500 nemenda framhaldsskóli á Ísafirði á Vestfjörðum. Skólinn er öflugur framhaldsskóli með fjölbreytt námsframboð s.s. bóknámsbrautir til stúdentsprófs, afreksíþróttasvið, starfsbraut fyrir fatlaða nemendur, grunnnám hár- og snyrtigreina, grunnnám málm- og véltæknigreina, grunnnám rafiðna, húsasmíði, lista- og nýsköpunarbraut, sjúkraliðabraut, skipstjórnarnám, stálsmíði og vélstjórn. Við skólann er starfrækt gott mötuneyti og heimavist. Skemmtilegt félagslíf er í boði.
Tengiliður: Heiðrún Tryggvadóttir, [email protected]
Sími: 450 4400
Norðurland:
Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA)
er staðsettur á Akureyri á Norðurlandi en fjöldi nemenda við skólann er rúmlega 1000. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám; bæði nám til stúdentsprófs og fjölbreytt iðn- og starfsnám t.d. sjúkraliðabraut, rafvirkjun, rafeindavirkjun, húsasmíði, grunnnám matvælagreina, vélstjórnarnám og háriðn. Nemendur sem hafa ekki náð fullnægjandi árangri í kjarnagreinum grunnskóla geta sótt um á brautarbrú og á starfsbraut og sérnámsbraut fer fram einstaklingsmiðað nám. Við skólann er öflugt félagslíf nemenda. Skólinn er mjög virkur í erlendu samstarfi sem nemendur fá tækifæri að taka þátt í. Öflugt teymi náms- og starfsráðgjafa, hjúkrunarfræðings, forvarnarfulltrúa og sálfræðings ásamt umsjónarkennurum halda utan um nemendur og líðan þeirra. Skólinn býður upp á heimavist.
Tengiliður: Helga Júlíusdóttir, [email protected]
Sími: 464 0300
Austurland:
Verkmenntaskóli Austurlands (VA)
er staðsettur í Neskaupstað á Austurland. Skólinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt nám og mæta ólíkum áhugasviðum og hæfileikum nemenda. Þar gefst nemendum kost á að leggja stund á nám á iðn- og starfsnámsbrautum s.s. rafvirkjabraut, vélvirkja- og vélstjórnarbraut og húsasmíðabraut auk bóknámsbrauta til stúdentsprófs. Í skólanum er einnig í boði starfsbraut fyrir fatlaða. Fjöldi nemenda er um 370 og þá er heimavist við skólann.
Tengiliður: Hafliði Hinriksson, [email protected]
Sími: 477 1620
Suðurland:
Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSU)
er um 800 nemenda framhaldsskóli staðsettur á Selfossi á Suðurlandi. Skólinn býður bæði upp á hefðbundnar bóknámsbrautir til stúdentsprófs og fjölbreytt starfsnám, s.s. tréiðn, málmiðn, rafiðn, háriðn sjúkraliðabraut og hestabraut. Þá er öflug starfsbraut fyrir fatlaða nemendur, Í boði eru íþróttaakademíur sem fléttast inn í annað nám. Öflugt félags- og íþróttastarf er við skólann og boðið upp á heimavist.
Tengiliður: Sigþrúður Harðardóttir, [email protected]
Sími: 480 8100
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV)
er staðsettur í Vestmannaeyjum á Suðurlandi. Skólinn er áfangaskóli sem bæði býður upp á hefðbundnar bóknámsbrautir til stúdentsprófs og starfsnám, s.s grunnnám rafiðna, byggingarmanna og málm- og véltæknigreina, vélstjórn B og sjúkraliðabraut. Boðið er upp á nám á framhaldsskólabrú og starfsbraut er starfrækt fyrir fatlaða nemendur. Í boði er íþróttaakademía sem fléttast inn í annað nám. Nemendur við skólann eru um 200 talsins.
Tengiliður: Ingibjörg Jónsdóttir, [email protected]
Sími: 488 1070
- Upplýsingablað um skólagöngu barna frá Úkraínu í íslenska framhaldsskóla á úkraínsku og á ensku, ásamt staðsetningu skóla á korti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.