Hoppa yfir valmynd

Starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðinga

Rétt til að kalla sig bókasafns- og upplýsingafræðing og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn sem til þess hefur leyfi ráðherra samkvæmt lögum um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984.

Skilyrði fyrir starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðinga

Um skilyrði þess að hljóta starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur fer samkvæmt 2. gr. laga nr. 97/1984. Leyfið má aðeins veita þeim sem uppfylla eitt eftirtalinna skilyrða:

  • Hafa lokið BA-prófi frá Háskóla Íslands með bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein er jafngildir a.m.k. 60 námseiningum.
  • Hafa lokapróf frá háskóla og a.m.k. 60 einingar í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
  • Hafa hliðstæðu prófi erlendis sé námið viðurkennt sem slíkt af yfirvöldum þess lands þar sem námið er stundað.
  • Hafa lokapróf frá háskóla og framhaldsgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði til viðbótar, þ.e. MA, MLS eða sambærilega háskólagráðu.

     

    Menntun erlendis frá

    Hafi einstaklingur lokið námi á háskólastigi frá erlendum háskóla, getur hann óskað eftir að láta meta nám sitt hjá ENIC-NARIC skrifstofunni.

    Sæki einstaklingur um leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðinga getur mat á erlendu námi farið fram samhliða meðferð umsóknar leyfisbréfs.

  • Nánari upplýsingar um mat á erlendu háskólanámi

     

    Umsókn um starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðinga

    Einstaklingar sem uppfylla skilyrði um starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðings geta sótt um leyfisbréf hjá mennta- og barnamálaráðherra.

    Ferli umsóknar

  • Sótt er um á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.
  • Ef um menntun erlendis frá er að ræða sendir ráðuneytið beiðni til ENIC/NARIC skrifstofunnar og óskar eftir mati á hæfniþrepi menntunarinnar.
  • Áður en leyfi er veitt er leitað umsagnar Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og bókasafns- og upplýsingafræðiskorar við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 97/1984.
  • Ráðuneytið afgreiðir umsókn í samræmi við lög nr. 97/1984.

     

    Fylgiskjöl með umsókn

  • Prófskírteini - Afrit af öllum prófskírteinum (bæði bakkalár og meistaranáms).
  • Námsferilsyfirlit - Námsferilsyfirlit sýnir öll námskeið, einingar og einkunnir á brautskráðum ferli. Skila þarf námsferilsyfirliti yfir allar prófgráður.
  • Ef prófskírteini eða námsferilsyfirlit er á öðru tungumáli en íslensku eða ensku skulu einnig fylgja með þýðingar frá löggiltum þýðanda.

 

Synjun umsóknar

  • Ef umsókn um starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðings er synjað er umsækjanda veittur rökstuðningur fyrir synjun.
  • Umsækjandi getur átt rétt á endurupptöku máls í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.Almennt skal beiðni um endurupptöku berast innan þriggja mánaða frá því að ákvörðun um synjun var tilkynnt umsækjanda, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga.

 

Starfsleyfi bókasafns- og upplýsingafræðinga eru gefin út af mennta- og barnamálaráðherra og eru send umsækjanda.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta