Efni og efnavörur
Mikilvægt er að tryggja að notkun efna og efnavöru ógni hvorki heilsu manna og dýra né umhverfi og að neytendur fái fullnægjandi upplýsingar um efni og efnablöndur. Brýnt er að koma í veg fyrir eða takmarka eins og kostur er losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi sem og að hindra ólöglega markaðssetningu efna.
Fyrstu lög um efni og efnavörur voru sett árið 1968 en á þeim tíma voru litlar sem engar hömlur á notkun eiturefna. Síðan hefur efnalöggjöf tekið þó nokkrum breytingum en í grunninn er íslensk löggjöf á þessu sviði byggð á norrænum lögum sem og löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnablöndur, en hún fellur undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Löggjöfin gildir m.a. um framleiðslu efna, markaðssetningu þeirra, útflutning, efnaskráningu, leyfisveitingar, merkingar, notkun, takmörkun og bann.
Umhverfis- og orkustofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna og almennt eftirlit með að þeim sé framfylgt.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
neytendamál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.