32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og félags- og vinnumálaráðherra. Það skiptist í fjóra málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála árið 2024 eru áætluð 11.857,7 m.kr. og lækka um 220,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 1,9% lækkunar. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 560,1 m.kr. milli ára eða sem svarar til 4,7 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
32.10 Lýðheilsa, forvarnir og eftirlit
Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, embættis landlæknis, Geislavarna ríkisins og Lyfjastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
||
Markmið 1: Efling heilsu og heilbrigðra lifnaðarhátta |
||||
Innleiðing aðgerða á sviði lýðheilsustefnu og geðheilbrigðisstefnu.* |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
||
Sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.* |
Heilbrigðisráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
||
Hvatning og stuðningur við heilsueflingu og forvarnir sem hluta af allri heilbrigðisþjónustu. |
Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis |
Innan ramma |
||
Innleiðing krabbameinsáætlunar með hliðsjón af heilbrigðisstefnu, lýðheilsustefnu og krabbameins-áætlun ESB. |
Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir |
Innan ramma |
||
Markmið 2: Aukið öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks |
||||
Mannaflaþörf greind fyrir fjölmennustu heilbrigðisstéttir í heilbrigðisþjónustunni.* Sett upp lifandi mælaborð yfir stöðu mönnunar og notað til stefnumótunar og áætlanagerðar. Unnið að skilgreiningu læknaþjónustu á Íslandi til framtíðar. |
Heilbrigðisráðuneyti og fjármálaráðuneyti |
Innan ramma |
||
Innleiðing gæðaáætlunar um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu, gæðavísar skilgreindir og birtir og gerðar kröfur til veitenda heilbrigðisþjónustu um gæðauppgjör. |
Embætti landlæknis og heilbrigðisstofnanir |
Innan ramma |
||
Markmið 3: Aukin gæði og efling rafrænnar heilbrigðisþjónustu |
||||
Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá og innleiðingu verkefna á sviði stefnu um stafræna heilbrigðisþjónustu. |
Embætti landlæknis |
150 m.kr. |
||
Áfram unnið að samþættingu á rafrænni sjúkraskrá, stafrænni skráningu og stafrænum skilum heilbrigðisgagna. |
Heilbrigðisráðuneytið |
Innan ramma |
||
Efling fjarheilbrigðisþjónustu með innleiðingu viðeigandi tækni- og öryggislausna, skilgreint verði í lögum hvað felst í fjarheilbrigðisþjónustu og mismunandi þáttum hennar. |
Heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis |
Innan ramma |
||
Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 24.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.438,5 m.kr. og lækkar um 175,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 241,0 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Útgjöld málaflokksins lækka um 200 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekjuáætlunum stjórnsýslustofnana.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 150 m.kr. vegna þróunar rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 125,5 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
32.2 Jafnréttismál
Starfsemi málaflokksins er í höndum forsætisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
||
Markmið 1: Launajafnrétti verði náð – kynbundnum launamun verði útrýmt |
||||
Tryggja áframhaldandi framfylgd jafnlaunavottunar í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. |
Forsætisráðuneyti |
Innan ramma |
||
Unnið að og fylgt eftir tillögum aðgerðahóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. |
Forsætisráðuneyti |
Innan ramma |
||
Markmið 2: Sporna við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni |
||||
Framfylgd verkefna í þingsályktun nr. 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. |
Forsætisráðuneyti og Jafnréttisstofa |
Innan ramma |
||
Markmið 3: Réttindi hinsegin fólks tryggð |
||||
Framfylgd verkefna í aðgerðaályktun í málefnum hinsegin fólks. |
Forsætisráðuneyti |
Innan ramma |
||
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 374,6 m.kr. og lækkar um 65,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 25,4 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 35 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar 20 m.kr. framlag vegna aðgerða gegn hatursorðræðu, þingsályktunartillaga og hins vegar 15 m.kr. framlag til Samtakanna '78.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 13,2 m.kr.
- Þá er gerð 17,4 m.kr. leiðrétting á sértekjum Jafnréttisstofu til lækkunar.
32.3 Stjórnsýsla heilbrigðismála
Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Sjúkratrygginga Íslands og vísindasiðanefndar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Skilvirk stjórnsýsla heilbrigðismála |
|
|
Áframhaldandi innleiðing Power Bi mælaborða á heilbrigðisstofnunum. |
Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir |
Innan ramma |
Markmið 2: Jafnrétti í bólusetningum kynja |
|
|
Víðtækari bólusetning gegn HPV-veirunni til að auka vörn gegn krabbameini. Bólusett óháð kyni í 7. bekk grunnskólanna. |
Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 4.235,4 m.kr. og lækkar um 2,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 282,5 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Útgjöld málaflokksins lækka um 24,6 m.kr. vegna samsvarandi breytinga á sértekjuáætlunum stjórnsýslustofnana.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 156,2 m.kr. vegna aukinna framlaga til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og styrkingar aðalskrifstofu Sjúkratrygginga Íslands vegna nýrra verkefna.
- Almennt útgjaldasvigrúm málaflokksins er 25 m.kr.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 143,5 m.kr. og er aðhald útfært hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
- Sérstök viðbótaraðhaldskrafa á aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins nemur 10,7 m.kr.
32.4 Stjórnsýsla félagsmála
Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, auk þess sem rekstur úrskurðarnefndar velferðarmála, Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og Tryggingastofnunar fellur undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 | Framkvæmdaraðili | Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Skilvirkari stjórnsýsla félagsmála. | ||
Markviss stjórnendafræðsla meðal stjórnenda í FRN og forstöðumanna stofnana FRN sem miðar að því að styrkja stjórnun og þar með stjórnsýslu félagsmála á öllum stigum. | Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti | Innan ramma |
Starfsemi fjögurra fagteyma innan FRN sem ætlað er að bæta stjórnsýslu félagsmála hvert á sínu sviði. | Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti | Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.809,2 m.kr. og hækkar um 23,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 231,3 m.kr.
Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um örorku er fjárheimild málaflokksins aukin tímabundið um 270 m.kr. vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Um er að ræða kostnað vegna undirbúnings og innleiðingar þverfaglegs heilsufarsmats þvert á stofnanir og nýs greiðslukerfis starfsendurhæfingar og örorku, sbr. markmið í málaflokkum 27.10, 27.20 og 30.10. Þá eru 154 m.kr. varanlegar af fjárhæðinni sem er áætlaður kostnaður af rekstri matsnefnda. Helstu verkþættir á næsta ári eru breytingar og aðlögun á mats- og greiðslukerfum sem og heilsuveru. Meginþungi verkefnisins er á árinu 2024 og á árinu 2025 þegar nýtt kerfi verður tekið í notkun.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin 80 m.kr. vegna hækkunar útgjaldasvigrúms málaflokksins.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 102,1 m.kr. vegna ráðstöfunar á útgjaldasvigrúmi ráðuneytis milli málefnasviða.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 315 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Um er að ræða 300 m.kr. vegna þriggja ára verkefnis í endurnýjun stafrænna innviða hjá Tryggingastofnun sem var hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar til að sporna við niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru 2020. Þá eru 15. m.kr. niðurfelldar vegna tímabundinna verkefna.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 196,9 m.kr. og er með hlutfallslega skiptingu niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.