26 Lyf og lækningavörur
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 26 Lyf og lækningavörur árið 2024 eru áætluð 41.297,8 m.kr. og aukast um 2.493,4 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 6,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.783,6 m.kr. milli ára eða sem svarar til 13,1 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
26.1 Lyf
Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis, Landspítala, Lyfjastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands. Embætti landlæknis sér um eftirlit með lyfjaávísunum. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Bætt geðheilsa með því að vinna gegn mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja |
||
Ljúka innleiðingu reglugerða sem tengjast nýjum lyfjalögum. |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
Ljúka gerð lyfjalista fyrir heilbrigðisstofnanir og heilsugæslu og innleiðingu þeirra. |
Heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnanir |
Innan ramma |
Markmið 2: Aukin gæði |
||
Innleiða aukna lyfjafræðilega þjónustu í samræmi við niðurstöður tilraunaverkefna og tillögur hvítbókar.
|
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 3: Rafvæðing til lækkunar á lyfjakostnaði |
||
Halda áfram innleiðingu á miðlægu lyfjakorti*.
|
Heilbrigðisráðuneyti og embætti landlæknis |
Innan ramma |
* Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 33.588,5 m.kr. og hækkar um 2.246,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.784,3 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.343 m.kr. til að mæta auknum kostnaði í almennum lyfjum sem er til kominn vegna lýðfræðilegra þátta (öldrun þjóðarinnar) og aukningar í ákveðnum lyfjaflokkum.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 500 m.kr. til að mæta kostnaði við upptöku nýrra leyfisskyldra lyfja.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 590,8 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í kostnaði vegna lyfja.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins er 187,2 m.kr.
26.20 Lækningatæki
Starfsemi málaflokksins er í höndum heilbrigðisráðuneytis og Lyfjastofnunar sem annast eftirlit með lækningatækjum. Engin útgjöld eru reikningsfærð á fjárlagalið málaflokksins en markmið var sett fyrir málaflokkinn í fjármálaáætlun 2024–2028.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Tryggja að ný tækni og nýjar aðferðir, sem fjármagnaðar eru af hinu opinbera, leiði til besta mögulegs árangurs fyrir sjúklinga og samfélagið |
||
Innleiða heilbrigðistæknimat (HTA). |
Heilbrigðisráðuneyti og Lyfjastofnun |
Innan ramma |
26.30 Hjálpartæki
Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem sjá að mestu um úthlutun hjálpartækja.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2023 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2022. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Einfalda aðgang fólks að hjálpartækjum og tryggja jafnræði við notkun þeirra |
||
Skoða aukna aðkomu heilsugæslu að vali og ráðgjöf vegna hjálpartækja. |
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Sjúkratryggingar Íslands |
Innan ramma |
Markmið 2: Bæta aðgang að heildstæðum upplýsingum um hjálpartæki |
||
Bæta upplýsingar um hjálpartæki á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands til fagaðila og einstaklinga. |
Sjúkratryggingar Íslands |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 7.709,7 m.kr. og hækkar um 246,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 505,9 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 239,1 m.kr. til að mæta kerfislægum vexti í notkun hjálpartækja.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 7,7 m.kr. vegna flutnings verkefnis um augnsmíði milli ráðuneyta.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.