09 Almanna- og réttaröryggi
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 09 Almanna- og réttaröryggi árið 2024 eru áætluð 41.127,9 m.kr. og lækka um 275,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023 eða sem svarar til 0,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 2.268,2 m.kr. milli ára eða sem svarar til 5,8 %.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2021 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
09.10 Löggæsla
Starfsemi málaflokksins er í höndum Ríkislögreglustjóra og níu lögregluembætta en undir hann fellur einnig landamæraeftirlit, menntun lögreglumanna, almannavarnir og leit og björgun á landi. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Besta mögulega þjónustustig. |
||
Efla almenna löggæslu. |
Dómsmálaráðuneytið/RLS/ lögregluembættin |
Innan ramma
|
Efla rannsókn og saksókn kynferðisbrota, heimilisofbeldis og annars kynbundins ofbeldis. |
Dómsmálaráðuneytið/ stofnanir réttarvörslukerfisins |
Innan ramma |
Uppbygging á húsnæði fyrir viðbragðsaðila. |
Dómsmálaráðuneytið |
962 m.kr. |
Efla ytra og innra eftirlit með störfum lögreglu og auka yfirsýn yfir verkefni lögreglu, þ.m.t. með árangursmælaborði og reglulegri birtingu tölfræðiupplýsinga um meðferð mála. |
Dómsmálaráðuneytið/RLS |
Innan ramma |
Efla þjónustu með aukinni stafvæðingu og rafrænu gagnaflæði milli stofnana og réttarvörslukerfisins sem bætir yfirsýn og rekjanleika. |
Dómsmálaráðuneytið/ stofnanir réttarvörslukerfisins |
Innan ramma |
Innleiða komu- og brottfararkerfi á landamærum og upplýsingakerfi um heimild til ferðar. |
RLS/lögregluembættin |
88,5 m.kr. |
Tryggja aukinn fjölbreytileika, jafnrétti og jöfn tækifæri innan lögreglu. |
Dómsmálaráðuneytið/ RLS/lögregluembættin |
Innan ramma |
Markmið 2: Hæsta mögulega öryggisstig. |
||
Samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila í öllum umdæmum og heildarendurskoðun almannavarnarlaga. |
Dómsmálaráðuneytið/ RLS/lögregluembættin |
Innan ramma |
Áhersla á greiningu upplýsinga, þverfaglega samvinnu og þátttöku í alþjóðasamstarfi í ríkari mæli, til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi, þar með talið fjármálabrotum og mansali. |
Dómsmálaráðuneytið/ RLS/lögregluembættin |
Innan ramma |
Aukin samfélagslöggæsla, aðgerðargeta og afbrotavarnir, meðal annars til þess að takast á við tölvu- og netglæpi. |
RLS/lögregluembættin |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 25.703,3 m.kr. og hækkar um 70,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.718,6 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 339,6 m.kr. vegna fjögurra verkefna. Í fyrsta lagi 64,1 m.kr. til að tryggja framtíðarrekstur Schengen-upplýsingakerfa. Í öðru lagi 71,5 m.kr. til að mæta áhrifum brottfarar- og komukerfis Schengen-samstarfsins á alþjóðaflugvöllinn. Í þriðja lagi 144 m.kr. vegna kaupa og fjármögnunar björgunarskipa fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg og að endingu 60 m.kr. sem kemur aftur inn í ramma málaflokksins vegna tímabundinna upplýsingatækniverkefna.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 962 m.kr. til að mæta uppbyggingu á húsnæði fyrir höfuðstöðvar viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Gert hafði verið ráð fyrir 3.962 m.kr. til verkefnisins í samræmi við uppfærða kostnaðaráætlun en vegna 3.000 m.kr. hliðrunar verkefnisins til að mæta afkomubætandi ráðstöfunum fjármálaáætlunar lækkar framlagið í 962 m.kr.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar varanlega um 128,9 m.kr. vegna millifærslu framlaga til Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara vegna fjármögnunar aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 937,5 m.kr. vegna fimm tímabundinna verkefna sem falla niður. Þar er um að ræða 500 m.kr. framlag vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, 200 m.kr. vegna þess að tímabundin lækkun aðhaldskröfu gengur til baka, 150 m.kr. vegna kaupa á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg, 50 m.kr. styrkur til Grindavíkurbæjar til að koma upp gestastofu og samfélagsmiðstöð þar sem fjallað yrði um eldsumbrot í Fagradalsfjalli og að endingu 37,6 m.kr. vegna öryggisgæslu ríkislögreglustjóra á Alþingi.
09.20 Landhelgi
Starfsemi málaflokksins er í höndum Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Tryggja almannaöryggi, löggæslu og eftirlit í auðlindalögsögu Íslands. |
||
Ákvörðun um kaup eða leigu á þremur nýjum þyrlum* |
Dómsmálaráðuneytið /LHG |
Innan ramma |
Markmið 2: Viðbúnaður í leit og björgun verði í samræmi við Landhelgisgæsluáætlun. |
||
*Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 6.704,1 m.kr. og hækkar um 7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 400,7 m.kr.Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 350 m.kr. til að styrkja rekstrargrundvöll Landhelgisgæslunnar.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 103 m.kr. vegna niðurfellingar á tímabundnu framlagi til endurnýjunar á búnaði.
09.30 Ákæruvald og réttarvarsla
Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis ríkissaksóknara og embættis héraðssaksóknara og lögreglustjóraembættanna hvað varðar meðferð ákæruvalds og eru þau á ábyrgð dómsmálaráðherra. Undir málaflokkinn fellur einnig starfsemi óbyggðanefndar og ríkislögmanns sem eru á ábyrgð forsætisráðherra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Aðgangur að réttarvörslukerfinu sé greiður, unnið í samræmi við málsmeðferðarreglur og af vandvirkni og að mannréttindi séu virt í hvívetna. |
||
Embætti ríkissaksóknara verði eflt til að sinna alþjóðlegum verkefnum sem undir embættið heyra. |
Ríkissaksóknari |
Innan ramma |
Unnið að breytingum á eigin kerfum og samtengingu þeirra sem gerir mögulegt að flytja gögn rafrænt þvert á stofnanir í réttarvörslukerfisins. Þátttaka í verkefnum um réttarvörslugátt.* |
Dómsmálaráðuneytið/stofnanir réttarvörslukerfisins |
Innan ramma |
Málsmeðferð kynferðisbrota bætt í samræmi við endurnýjaða aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota.* |
Ríkissaksóknari/ héraðssaksóknari/ lögregluembættin |
Innan ramma |
Markmið 2: Öryggi almennings, gagna og upplýsinga sé tryggt. |
||
Unnið að aðgerðum og áherslumálum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. |
Dómsmálaráðuneytið/ héraðssaksóknari ásamt öðrum stofnunum |
128,9 |
Markmið 3: Að fyrir liggi skýr mörk þjóðlendna og eignarlanda á landinu öllu, þar með talið eyjum umhverfis landið, eigi síðar en 2024. |
||
Óbyggðanefnd hefur skipt meginlandi Íslands niður í 16 svæði, auk þess sem eyjar og sker umhverfis landið teljast 17 svæðið. Áætlanir gera ráð fyrir að í árslok 2024 verði málsmeðferð lokið á 17 af 17 svæðum. |
Óbyggðanefnd |
Innan ramma |
*Verkefnið styður jafnframt við markmið 2.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.272,1 m.kr. og lækkar um 132,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 133,6 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 128,9 m.kr. til að mæta sértækum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi og skiptist í tvennt. Annars vegar 103,9 m.kr. framlaga til héraðssaksóknara og hins vegar 25 m.kr. framlag til ríkissaksóknara.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 160 m.kr. vegna niðurfellingar tímabundinnar fjárveitingar sem veitt var til óbyggðanefndar vegna málskostnaðar landeigenda í þjóðlendumálum.
09.40 Réttaraðstoð og bætur
Til málaflokksins heyrir fjárhagslegur stuðningur ríkisins við þá sem leita þurfa réttar síns fyrir dómstólum en hafa ekki til þess fjárhagslegt bolmagn, greiðslur til brotaþola vegna líkamstjóns og miska sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum og greiðsla kostnaðar sem embætti lögreglustjóra, héraðsdómstólar og embætti ríkissaksóknara greiða öðrum en starfsmönnum viðkomandi embættis vegna rannsóknar og reksturs opinberra mála.
Undir málaflokkinn heyrir jafnframt greiðslur bóta til þeirra sem sætt hafa illri meðferð eða ofbeldi sem börn við vistun á stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Meðal skilyrða fyrir greiðslu sanngirnisbóta eru að fyrir liggi skýrsla vistheimilanefndar eða önnur sambærileg skýrsla sem ákveðið hefur verið að leggja til grundvallar meðferð krafna um sanngirnisbætur. Forsætisráðuneytið er með til skoðunar að gera breytingar á lögum um sanngirnisbætur með það að markmiði að ljúka uppgjöri sanngirnisbóta vegna sólarhringsvistunar fatlaðra barna á stofnunum á vegum ríkisins. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um helstu verkefni varðandi starfsemi hans.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.052,2 m.kr. og hækkar um 404,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 77,6 m.kr.
Breytingar á fjárheimildum málaflokksins felast annars vegar í 410 m.kr. tímabundnu framlagi til uppgjörs á sanngirnisbótum vegna misgjörða á vistheimilinu fyrir börn á Hjalteyri. Hins vegar 5,2 m.kr. hlutdeild í aðhaldskröfu málefnasviðsins.
09.50 Fullnusta
Starfsemi málaflokksins er í höndum Fangelsismálastofnunar, fangelsa ríkisins og innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnað hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
||
Markmið 1: Fullnustuyfirvöld tryggi að sérstök og almenn varðararáhrif refsinga séu virk og stuðli að farsælli aðlögun dómþola að samfélaginu. |
||||
Stefnumótun í fullnustumálum og heildarendurskoðun laga um fullnustu refsinga.* |
Dómsmálaráðuneytið |
Innan ramma |
||
Markmið 2: Fullnustuyfirvöld verði í stakk búin til að fullnusta refsingar með öruggum, skilvirkum og árangursríkum hætti í samræmi við samfélagslega og tæknilega þróun. |
||||
Framkvæmdir á Litla-Hrauni. |
Fangelsismálastofnun/FSRE |
Innan ramma |
||
Framkvæmdir á Sogni. |
Fangelsismálastofnun |
170 m.kr. |
||
Orkusparnaður og umhverfisvænni lýsing í fangelsum landsins. Fjölgun rafmagnshleðslustöðva. Allir bílar drifnir áfram af umhverfisvænum orkugjöfum. |
Fangelsismálastofnun |
Innan ramma |
||
Markmið 3: Öryggi almennings, gagna og upplýsinga sé tryggt. |
||||
Áfram er unnið að tengingu upplýsingakerfa allra stofnana réttarvörslukerfisins í gegnum nýtt samskiptalag. Mun það bæta yfirsýn og samfellu málsmeðhöndlunar, auka hagkvæmni, skilvirkni og upplýsingagjöf, auðvelda tölfræðivinnslu og stórauka gagnaöryggi. |
Fangelsismálastofnu og Dómsmálaráðuneytið |
Innan ramma |
||
* Verkefnið styður jafnframt við markmið 2 [í málaflokki 09.50]“.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.396,2 m.kr. og lækkar um 625,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 213,4 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða ef frá eru talin framlög til aðstöðubreytinga á Litla-Hrauni og á Sogni.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 170 m.kr. vegna framkvæmda við aðstöðubreytingar á Sogni. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 340 m.kr. og er gert ráð fyrir að það sem upp á vantar falli til árið 2025. Með uppbyggingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að fjölga fangarýmum um 14.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 786 m.kr. vegna niðurfellingar tímabundins framlags til að mæta aðstöðubreytingum á Litla-Hrauni.
- Málaflokkurinn er undanskilinn almennri aðhaldskröfu út áætlunartímabil fjármálaáætlunar 2024–2028. Hlutdeild málaflokksins í sértækum afkomubætandi aðhaldsráðstöfunum á málefnasviðinu nemur 9,7 m.kr.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.