07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjögurra ráðherra. Forsætisráðherra ber ábyrgð á starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ber ábyrgð á vísindum, nýsköpun og hugverkaiðnaði. Menningar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á málefnum skapandi greina og faggildingar ásamt endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist. Matvælaráðherra ber ábyrgð á málefnum Matvælasjóðs.
Málefnasviðið skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi – heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar árið 2024 eru áætluð 31.506,3 m.kr. og lækka um 3.721,5 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 10,7%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 3.385,9 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 9,7%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, til að mynda þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
07.10 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum
Málaflokkurinn nær yfir starfsemi Vísinda- og nýsköpunarráðs, samkeppnissjóði á sviðum vísinda og nýsköpunar, s.s. Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð, stefnumótandi fjármögnun, svo sem Markáætlun, Innviðasjóð og Matvælasjóð, og samstarfsáætlun ESB 2023–2027 um rannsóknir og nýsköpun. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Tengsl eru milli áskorana, tækifæra, markmiða og verkefna í málaflokki 7.1 og á málefnasviði 21.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Vísindastarf á heimsmælikvarða |
||
Endurskoðun sjóðakerfis rannsókna og nýsköpunar í þágu einföldunar, aukinnar hagkvæmni, minni yfirbyggingar og betri þjónustu. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Stefna og aðgerðaáætlun um opinn aðgang að rannsóknagögnum og niðurstöðum. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 2: Hagnýting hugvits og nýskapandi lausnir á brýnum samfélagslegum áskorunum |
||
Mótun starfsemi nýstofnaðs Vísinda- og nýsköpunarráðs, þ.m.t. undirbúningur að framtíðarsýn til 10 ára. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiog forsætisráðuneyti |
Innan ramma |
Mat á árangri úthlutunar úr Innviðasjóði út frá fyrsta Vegvísi um rannsóknarinnviði og undirbúningur að nýjum Vegvísi. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Mótun stefnu og aðgerða um Markáætlun í þágu samfélagslegra áskorana í samstarfi við Vísinda- og nýsköpunarráð. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
Stuðningur við þróun og hagnýtingu máltæknilausna |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 3: Virkt alþjóðlegt samstarf á sviði menntunar, vísinda og nýsköpunar |
||
Áframhaldandi uppbygging samstarfsverkefna í tengslum við ESB-áætlun, þar á meðal Digital, Horizon, Erasmus+ og InvestEU. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti í samstarfi við önnur ráðuneyti
|
Innan ramma |
Markviss þátttaka stjórnvalda og stofnana í alþjóðasamstarfi og stefnumörkun á sviði vísinda, menntunar og nýsköpunar. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
|
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 12.329,5 m.kr. og lækkar um 2.399,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 257 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Tímabundin framlög vegna heimsfaraldurs kórónuveiru til samkeppnissjóða í rannsóknum, nýsköpun og tækniþróun (Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs) sem nema 2.925 m.kr. falla niður. Á móti er fjárveiting hækkuð varanlega um 2.052 m.kr. sem skiptist jafnt milli Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs að undanskildum 50 m.kr. framlagi sem flutt var á Innviðasjóð til að stuðla að frekari fjárfestingu í rannsóknarinnviðum á Íslandi.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 427,2 m.kr. og er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar
Málaflokkurinn nær yfir stuðningsumhverfi og aðgerðir í þágu nýsköpunar, hugvitsiðnaðar og skapandi greina. Undir málaflokkinn heyra m.a. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Hugverkastofa, Kría sprota- og nýsköpunarsjóður, styrkir til nýsköpunarfyrirtækja í formi skattendurgreiðslna vegna rannsókna og þróunar, og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar á tónlist.
Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
|
Markmið 1: Bætt samkeppnisstaða í alþjóðlegu samhengi |
|||
Endurskoðun regluverks um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, í samræmi við niðurstöður úttektar OECD á skattendurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti |
Innan ramma |
|
Endurskoðun á stuðningsumhverfi opinberrar fjármögnunar nýsköpunar, þ.m.t. NSA, Kríu |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Innleiðing stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
53 m.kr. |
|
Þróun Rannsóknaseturs skapandi greina. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
|
Áframhaldandi stuðningur við kvikmyndagerð og hljóðritun tónlistar á Íslandi í formi endurgreiðslna á framleiðslukostnaði. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
|
Markmið 2: Aukin hagnýting tæknilausna í þágu samfélagslegra áskorana |
|||
Samstarfsverkefni háskóla, heilbrigðisstofnana og atvinnulífs um innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisvísindum, s.s. hermiseturs í |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
|
Sameiginleg upplýsingagátt sjóða í samstarfi við Stafrænt Ísland og Rannís. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Nýsköpunargátt – upplýsingavefur um stuðningsumhverfi nýsköpunar. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Markmið 3: Ný og fjölbreytt störf skapist í þekkingargreinum |
|||
Efling nýsköpunar á landsbyggðinni, með áherslu á stuðning við sprota- og frumkvöðlafyrirtæki á sviði hátækni – Lóa og Stafrænar smiðjur. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Fjölgun háskólanemenda, t.d. í heilbrigðisvísindum, kvikmynda- og tölvuleikjagerð og netöryggi. Þróun raunfærnimats á háskólastigi |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Markvissar aðgerðir, s.s. einföldun regluverks, íslenskunám o.fl. sem gera erlendum sérfræðingum og fjölskyldum þeirra kleift að búa og starfa hér á landi. |
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti |
Innan ramma |
|
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 19.176,8 m.kr. og lækkar um 1.321,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 78,6 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Gert er ráð fyrir að árlegur vöxtur útgjalda vegna aukinnar ásóknar fyrirtækja í endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar sé 14,5%, sem gera 1.915,5 m.kr. á árinu 2024. Það er í samræmi við áætlun frá Rannís sem byggir á sögulegri þróun. Gert er ráð fyrir svipuðum vexti árið 2025. Árið 2026 falla úr gildi tímabundin ákvæði í lögum sem veldur því að endurgreiðsluhlutfall lækkar og þak á hámarksgreiðslum til fyrirtækja lækkar.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin tímabundið um 53,2 m.kr. vegna aðgerða í hönnunarstefnu. Aðgerðirnar eru fjármagnaðar af tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til menningarmála.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 776 m.kr. í formi varanlegs framlags til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi til að styðja við aukinn fyrirsjáanleika í fjármögnun kerfisins.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 4.000 m.kr. vegna tímabundinnar fjárveitingar til endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar sem veitt var á árinu 2023 til að mæta áætlaðri fjárþörf kerfisins það árið og fellur nú niður.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 136,7 m.kr. og er hlutfallslega á stofnanir og verkefni málaflokksins fyrir utan ýmis framlög til hönnunarmála vegna áherslna á aðgerðir hönnunarstefnu.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.