Hoppa yfir valmynd

34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.

Heildarútgjöld í m.kr.

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn og meginmarkmið málefnasviðsins er að hægt sé að mæta tímabundnum, ófyrirséðum og óhjákvæmi­legum útgjöldum án þess að breyta útgjaldaramma fjárlaga.

Stefna málefnasviðsins

Megintilgangur málefnasviðsins er að tryggja að í fjárlögum sé gert ráð fyrir svigrúmi til að bregðast við launa- og verðlagsþróun umfram forsendur fjárlaga, s.s. vegna nýrra kjara­samninga á árinu og að mæta öðrum ófyrirséðum útgjöldum sem til falla og ekki verður mætt með öðrum hætti. Almennum varasjóði er ætlað að styðja við að rekstur málefnasviða og málaflokka verði í samræmi við fjárheimildir ársins, jafnvel þótt til nýrra útgjalda gæti komið sem ekki voru fyrirséð við ákvörðun fjárlaga. Undir málefnasviðið falla líka sértækar fjárráðstafanir sem hafa tvíþætt hlutverk, annars vegar að fjármagna útgjöld sem fjármála- og efnahagsráðherra ákveður að efna til á grundvelli heimildargreinar fjárlaga, s.s. vegna kaupa á landareignum og fasteignum, og hins vegar að fjármagna eða styðja fjárhagslega við einstaka atburði og verkefni sem upp koma á fjárlagaárinu skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni.

Jafnframt falla afskriftir skattkrafna undir málefnasviðið. Fjárheimildir vegna afskrifaðra skattkrafna hafa ekki í för með sér greiðslur úr ríkissjóði og hafa ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs á þjóðhagsgrunni en eru færðar til gjalda í ríkisreikningi samkvæmt IPSAS-reiknings­skila­staðlinum.

Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins

Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.

Útgjaldarammi í m.kr.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta