Hoppa yfir valmynd

Inngangur

Fjárheimildum ríkissjóðs er skipt niður á 35 málefnasvið sem svo skiptast í 105 málaflokka. Í greinargerð með fjármálaáætlun skal kynna stefnumótun fyrir einstök málefnasvið ríkissjóðs og hvernig hún samræmist markmiðum um þróun tekna og gjalda. Sífellt er unnið að skýrari framsetningu stefnu málefnasviða í greinargerð með fjármálaáætlun.

Enn eitt skrefið í skýrari framsetningu stefnu málefnasviða er tekið í greinargerð með þessari fjármálaáætlun. Í stað ítarlegrar umfjöllunar um stefnu málefnasviða og málaflokka er samandregin kynning á stefnu hvers málefnasviðs. Með þessari breytingu er horft til þess að greinargerðirnar séu hnit­­miðaðar og dregnar fram helstu áherslur, framtíðarsýn og megin­markmið ásamt áformum stjórnvalda um hvernig verður brugðist við áskorunum á málefna­sviðinu. Heildstæðari umfjöllun um stefnumótun málefnasviða og málaflokka, þ.m.t. markmið og mælikvarða, verður birt síðar á þessu ári á sérstöku vefsvæði Stjórnarráðsins, www.fjarlog.is, ásamt upplýsingum um ávinning af ráðstöfun fjárveitinga m.t.t. settra markmiða og aðgerða.

Í samræmi við lög um opinber fjármál og í anda rammafjárlagagerðar eru heildarfjár­heimildir ríkissjóðs settar fram í fjármála­áætlun með sundurliðun niður á málefnasvið. Sá útgjaldarammi sem Alþingi ályktar um fyrir hvert málefnasvið er svo nánar útfærður á málaflokka og einstök verkefni í fjárlagafrumvarpi hvers árs og fylgiriti með því. Til að gæta samræmis milli útfærslu fjárheimilda annars vegar og stefnumótunar hins vegar er sett fram stefna fyrir hvert málefnasvið í heild sinni. Útfærsla ítarlegri stefnu niður á málaflokka verður betur tengd uppgjöri á árangri í ársskýrslum ráðherra og nánari skiptingu fjárheimilda niður á málaflokka í tengslum við vinnslu frumvarps til fjárlaga. Þannig er gert ráð fyrir að þessar upplýsingar um árangur birtist framvegis allar á sameiginlegu vefsvæði á vef Stjórnarráðsins (sjá nánari umfjöllun í með­fylgjandi rammagrein).

Grundvöllur umfjöllunar um málefnasvið og mótun stefnu fyrir þau eru þær aðgerðir sem gerð er grein fyrir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þær endurspeglast í helstu áherslum hvers málefna­sviðs og í markmiðum og mælikvörðum hvers málaflokks þegar þar að kemur.

Uppbygging á kynningu stefnumótunar málefnasviða

Hér á eftir er kynnt stefna málefnasviða ríkissjóðs. Þar eru dregin fram eftirfarandi atriði:

  • Helstu áherslur lýsa forgangsmálum á málefnasviðinu.
  • Framtíðarsýn lýsir þeim framförum sem ætlað er að ná til lengri tíma, sem dæmi um aukið virði fyrir samfélagið.
  • Meginmarkmið lýsir tilætluðum áhrifum af starfsemi stjórnvalda, ráðuneyta og ríkisaðila fyrir samfélagið, sem dæmi um hag fyrir borgara og skattgreiðendur – og styður jafnframt við framtíðarsýn.
  • Stefna málefnasviðs dregur fram lykiláskoranir við að ná framtíðarsýn og megin­markmiðum og hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við þeim.
  • Fjármögnun dregur fram helstu lykilatriði eða breytingar á fimm ára fjárhags­ramma málefnasviðs ásamt fjárheimildum málefnasviðsins.

Rammagrein 6: Breytingar á framsetningu stefnumótunar málefnasviða - gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um árangur

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta