Hoppa yfir valmynd

02 Dómstólar

Dómsmálaráðuneytið

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð dómsmálaráðherra. Það skiptist í fjóra mála­flokka, sem sjá má í eftirfarandi töflu, ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.

Heildarútgjöld

Helstu áherslur 2026–2030

Traustir dómsstólar

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Meginmarkmið málefnasviðsins og framtíðarsýn er að traust ríki til dómstóla, m.a. með því að tryggja greiðan aðgang að dómstólum og upplýsingum um þá. Sömuleiðis er það markmið að tryggja skilvirka málsmeðferð og bæta þjónustuna. Þá er mikilvægt að tryggja öryggi almennings og þeirra er starfa hjá dómstólum, ásamt áreiðanleika gagna og upplýsinga.

Stefna málefnasviðsins

Stefnt er að því að nýta stafrænar leiðir við meðferð mála fyrir dómstólum að því marki sem það samræmist réttaröryggi og meginreglum réttarfars um m.a. opinbera og milliliðalausa málsmeðferð. Í því felst að gögn og upplýsingar fari með rafrænum hætti til og frá dómstólum og á milli dómstiga og annarra stofnana réttarvörslukerfisins sem og að málsmeðferð verði rafræn fram að aðalmeðferð. Þannig sparast tími við vinnslu mála með fækkun ferða til og frá dómstólum sem og minni kostnaður verður við prentun á pappír. Helstu áskoranir tengjast kostnaði við þróun á kerfum og óvissu varðandi þann tíma sem hún tekur, þjálfun starfsfólks og innleiðingu á breyttu verklagi og ferlum. Einnig þarf að tryggja öryggi við rekstur og notkun slíkra kerfa. Markmiðið er að ná fram aukinni skilvirkni við rekstur dómsmála, greiðari og styttri málsmeðferð, dreifingu álags og auknum afköstum og hagkvæmni með betri nýtingu tíma og fjármagns, bættu aðgengi að dómstólum og upplýsingum og umhverfisábata upplýsingatæknikerfa. Á tímabili áætlunarinnar verður leitað leiða til að veita betri þjónustu með hagkvæmari hætti en áður.

Bætt öflun upplýsinga, greining þeirra, þar á meðal tölfræði, og miðlun til þeirra sem nýta þjónustu dómstóla og almennings er mikilvægur þáttur í að auka traust til dómskerfisins og stuðla að opinni og ígrundaðri umræðu um starfsemi þeirra. Upplýsingarnar eru einnig mikilvægar við mat á skilvirkni, dreifingu álags og umbótatækifærum. Helstu áskoranir við að bæta upplýsingagjöf varða þróun málaskrár og samræmda og rétta skráningu upplýsinga í gagnagrunna málaskrárkerfisins. Þá þarf að vera unnt að sækja upplýsingarnar á einfaldan og hagkvæman hátt. Gera þarf breytingar á málaskrá og unnið er að því að samræma verklag við skráningu.

Öryggi starfsfólks og þeirra sem koma í húsnæði dómstóla er mikilvægt. Húsnæði margra dómstóla uppfylla ekki öryggiskröfur fyllilega. Móta þarf framtíðarsýn um húsnæði og búnað dómstóla og öryggi starfsfólks, almennings, upplýsinga og gagna. Unnið verður að þessu á tímabili áætlunarinnar.

Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins

Fjárheimildir málefnasviðsins lækka um 108,4 m.kr. á tímabilinu, einkum vegna hagræðingar í rekstri héraðsdómstóla.

Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.

Útgjaldarammi

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta