Hoppa yfir valmynd

15 Orkumál

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfsemi á málefnasviði orkumála er á ábyrgð ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Undir málefnasviðinu er einn málaflokkur sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun hans á tímabilinu 2023–2025.

Heildarútgjöld

Helstu áherslur 2026-2030

Sjálfbært, réttlátt og öruggt orkuumhverfi

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn er að Ísland sé land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna og samfélagslegur ábati af orkuauðlindum er hámarkaður, almenningi til hagsbóta og í sátt við umhverfi og náttúru. Landsmönnum verði tryggður jafn aðgangur að orku óháð fjárhag og búsetu.

Meginmarkmið er styður við framtíðarsýn er að orkuöryggi verði tryggt með auknu framboði fjölbreyttra endurnýjanlegra orkukosta á samkeppnishæfu og viðráðanlegu verði og traustum innviðum. Orkuskipti hafi réttlát umskipti að leiðarljósi og miði að því að draga verulega úr eða hætta notkun jarðefnaeldsneytis.

Stefna málefnasviðsins

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir grænni endurnýjanlegri orku farið vaxandi og framboð hefur ekki haldið í við aukna eftirspurn. Samhliða hefur nauðsynleg uppbygging flutningskerfis raforku ekki gengið eftir. Til að mæta þessum áskorunum er lögð áhersla á að aðgerðir til að auka við orkuframleiðslu og liðka fyrir framkvæmdum á sviði innviða­uppbyggingar, s.s. styrkingu flutningskerfis raforku. Samhliða verða lagðar til lagabreytingar sem miða að einföldun og aukinni skilvirkni leyfisferla í orkumálum, s.s. breytingar sem miða að því að fækka viðkomustöðum og gagnaskilum, sameina mismunandi tegundir leyfa í eitt leyfi, stytta afgreiðslutíma, byggja upp stafrænar lausnir sem nýtast þvert á stofnanir og skýra röð stjórnvaldsákvarðana gagnvart umsækjendum. Umbætur verða gerðar á regluverki til að tryggja skilvirkan orkumarkað með ríka áherslu á að setja í forgang hagsmuni almennings. Áhersla verður einnig á að tryggja að landsmenn búi við jafnan orkukostnað og þar verður gangskör gerð í að tryggja enn meiri jöfnun á flutnings- og dreifikostnaði. Að auki verður lögð áhersla á aukna íblöndun, bætta orkunýtni og fjölbreyttari orkukosti er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Án skilvirkra aðgerða eru líkur til þess að skortur verði á orku og að raforkuverð fari hækkandi sem og að raforka strandi eða tapist í fulllestuðu raforkukerfi.

Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins

Helstu breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins er eiga uppruna úr fyrri fjármálaáætlunum felast í 2,5 ma.kr. niðurfellingu fjárheimilda til beinna styrkveitinga til orkuskipta.

Í fjármálaáætlun 2026–2030 er gert ráð fyrir 2 ma.kr. lækkun fjárheimilda til Loftslags- og orkusjóðs í samræmi við nýtingu. Einnig er gert ráð fyrir aukinni 400 m.kr. fjárheimild árið 2026 í eitt skipti til nýrra og aukinna verkefna til að mæta fyrirséðum halla á niðurgreiðslum til hitunar á íbúðarhúsnæði frá 2025.

Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.

Útgjaldrammi

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta