Hoppa yfir valmynd

22 Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála

Mennta- og barnamálaráðuneytið
Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð mennta- og barnamálaráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Hún skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu ásamt fjárhagslegri þróun þeirra og málefnasviðsins í heild á tímabilinu 2023–2025.

Heildarútgjöld í m.kr.

Helstu áherslur 2026–2030

Menntun, velferð og virkni

Framtíðarsýn og meginmarkmið

Framtíðarsýn fyrir málefnasviðið er að Ísland hafi ávallt á að skipa framúrskarandi menntakerfi sem sé í stakk búið að bregðast við breytingum og áskorunum, til skemmri og lengri tíma. Menntun og mannauður er grundvöllur farsældar til framtíðar. Með því að hlúa að íslenskri tungu og táknmáli, læsi, skapandi hugsun, þekkingu, virkri þátttöku og farsæld eru lífsgæði fólks í landinu aukin til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.

Meginmarkmið málefnasviðsins er að menntun, bæði formleg og óformleg, sem og náms- og vinnuumhverfi nemenda og kennara styðji við inngildingu, jöfnuð og farsæld og standist alþjóðlegan samanburð.­

Stefna málefnasviðsins

Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur.

Til að mæta áskorunum málefnasviðsins verður ráðist í fjölbreyttar aðgerðir, m.a. innan aðgerðaáætlana menntastefnu til ársins 2030, til að bæta námsárangur grunnskólanemenda, þ.m.t. lestrarfærni, stuðlað að betri líðan allra nemenda, kennurum í skólum fjölgað, grundvallarbreytingum verður komið á í málefnum námsgagna með því að gera námsgögn gjaldfrjáls að 18 ára aldri, nýtt verða markvisst tækifæri sem fylgja möguleikum á nýtingu gervigreindar í skólastarfi og unnið verður að því að koma á heildstæðri löggjöf um inngildandi menntun og skólaþjónustu þvert á skólastig með jafnrétti til menntunar að leiðarljósi. Framhaldsfræðslan verður efld til að tryggja fullorðnu fólki mikilvæga grunnleikni til náms og starfa, tækifærum innflytjenda til að auka íslenskufærni sína fjölgað, auk þess sem þjónusta við táknmálstalandi fólk til að gera því kleift að taka virkari þátt í samfélaginu verður aukin. Fullorðnu fólki í viðkvæmri stöðu eða í hættu á félagslegri einangrun þarf að standa til boða að fá raunfærni sína eða kunnáttu metna og mæta þarf ólíkum þörfum þeirra og hlutverkum með sveigjanlegu fyrirkomulagi náms og einstaklingsmiðuðum stuðningi.

Til að meginmarkmið málefnasviðsins nái fram að ganga þarf að tryggja að samþætt þjónusta þvert á kerfi, markviss innleiðing umbótaaðgerða næstu ára, uppbygging innviða menntakerfisins og mat, eftirlit, tölfræði og greiningargeta sé ávallt fullnægjandi svo framtíðarsýn um menntun, velferð og virkni fólks verði að veruleika.

Helstu breytingar á fjármögnun málefnasviðsins

Gert er ráð fyrir að útgjaldarammi málefnasviðs lækki um 1,5 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar. Helstu breytingar málaflokksins eru vegna niðurfellingar tímabundinna fjárheimilda, t.d. vegna aðgerða í málefnum útlendinga, og lækkunar vegna aðhaldstillagna frá hagræðingarhópi.

Í meðfylgjandi töflu má sjá fjárheimildir málefnasviðsins til næstu fimm ára og áætlaða skiptingu þeirra í rekstur og tilfærslur annars vegar og fjárfestingu hins vegar.

Útgjaldarammi í m.kr.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta