Samanburður við langtímaspá OECD (rammagrein)
Nýjasta langtímaspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gefur áþekkar niðurstöður og sú sem hér er birt fyrir Ísland. Til ársins 2050 spáir stofnunin 2,5% hagvexti á Íslandi á ári hverju að jafnaði. Það er 0,2 prósentustigum minni árlegur hagvöxtur en gert er ráð fyrir í sviðsmynd án áfalla hér að framan, en sú sviðsmynd er betur samanburðarhæf við spá OECD. Stofnunin spáir 1,4% hagvexti á mann til ársins 2050, þ.e. um 0,1 prósentustigi meira en samkvæmt framreikningnum hér að framan.1
Miðað við bæði spá OECD og sviðsmynd án áfalla verður hagvöxtur töluvert meiri á Íslandi en í flestöllum okkar nágrannaríkjum. Meðal vestrænna ríkja eru aðeins í Ísrael og Ástralíu horfur á meiri hagvexti. Horfur um hagvöxt á mann eru aftur á móti svipaðar og í nágrannaríkjum og undir meðaltali OECD-ríkja (1,5%)
1 Guillemette, Y. & Château, J. (2023).
Langtímahorfur
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.