Hoppa yfir valmynd

Persónuskilríki

Persónuskilríki er skjal með andlitsmynd og eftir atvikum fleiri upplýsingum, sem yfirvöld gefa út handa einstaklingi til sönnunar á því hver hann er. Til gildra persónuskilríkja til notkunar hér á landi teljast vegabréf og nafnskírteini útgefin af Þjóðskrá Íslands og ökuskírteini. Íslendingar geta því hérlendis sannað á sér deili með framvísun vegabréfs, nafnskírteinis eða ökuskírteinis.

Erlendis verða Íslendingar hins vegar að framvísa vegabréfi þurfi þeir að sanna á sér deili. Einnig er hægt að framvísa nafnskírteini sem ferðaskilríki þó aðeins innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Sjá nánar um nafnskírteini sem ferðaskilríki á vef Þjóðskrár.

Þó að önnur norræn ríki geri ekki þá kröfu til íslenskra ríkisborgara að þeir hafi undir höndum vegabréf eða nafnskírteini sem ferðaskilríki á ferðum sínum til Norðurlandanna þá þurfa menn að vera viðbúnir því að geta sannað á sér deili með framvísun vegabréfs eða nafnskírteini sem ferðaskilríki. Því er mælt með því að fólk hafi vegabréf eða nafnskírteini sem ferðaskilríki undir höndum þegar farið er til Norðurlandanna sem og til annarra ríkja hvort sem þau standa utan Schengen eða ekki.

Upplýsingar um útgáfu skilríkja erlendis má sjá hér.

Vegabréf

Þjóðskrá Íslands er útgefandi íslenskra vegabréfa samkvæmt lögum um vegabréf nr. 136/1998 með síðari breytingum. Aðalafgreiðsla vegabréfa á höfuðborgarsvæðinu er hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi, en umsóknarstaðir utan höfuðborgarsvæðisins eru hjá sýslumönnum um land allt.  Athugið að ekki er skilyrði að sótt sé um vegabréf í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili.

Ökuskírteini 

Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina í umboði ríkislögreglustjóra, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini.

Nafnskírteini 

Allir íslenskir ríkisborgarar óháð aldri og búsetu geta fengið útgefið nafnskírteini, sbr. lög um útgáfu og notkun nafnskírteina nr. 55/2023. Bæði er hægt að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki og nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki. Nafnskírteini sem ferðaskilríki er hægt að framvísa innan EES í stað þess að framvísa vegabréfi. Nafnskírteinin staðfesta handhafa kortsins og ríkisfang. Nafnskírteini sem ekki eru ferðaskilríki, gilda sem persónuskilríki og staðfesta persónu handhafa. Nafnskírteinin sýna ekki ríkisfang og eru ekki gild sem ferðaskilríki. Sjá nánar á vef Þjóðskrár Íslands.

  • Dómsmálaráðuneytið fer með löggjöf varðandi persónuskilríki.
  • Innviðaráðuneytið fer með löggjöf varðandi Þjóðskrá Íslands.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 5.3.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta