Hoppa yfir valmynd

Persónuvernd

Persónuvernd lýtur að réttindum einstaklinga varðandi meðferð persónuupplýsinga þeirra. Þessi réttindi byggjast á rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs sem er heyrir til þeirra grundvallarmannréttinda sem eru vernduð í íslensku stjórnarskránni og öðrum mannréttindasáttmálum. Dómsmálaráðuneytið hefur yfirumsjón með málefnum sem varða persónuvernd, þ. á m. stefnumótun, innleiðingu og umsjón með regluverki.

Persónuvernd styður einnig við sameiginlega hagsmuni í lýðræðissamfélagi. Ef persónuvernd er tryggð geta einstaklingar skapað sér rými til skoðanaskipta og lýðræðislegrar þátttöku á hinum ýmsu sviðum samfélagsins án þess að eiga á hættu á að upplýsingar tengdar persónu þeirra verði dregnar fram og gerðar opinberar.

Persónuvernd er jafnframt lykilforsenda fyrir nýtingu á nútímatækni og fyrir því að einstaklingar geti fótað sig í hinum stafræna heimi. Hagsmunir tengdir persónuvernd eru því margvíslegir og snertifletir við aðra málaflokka ráðuneytanna eru ýmsir.

Regluverkið

Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er ætlað að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Lögunum er einnig ætlað að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Íslensku persónuverndarlögin leiða í íslenskan rétt reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er birt sem fylgiskjal með lögunum.

Lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi er ætlað að stuðla að því að yfirvöld á sviði refsivörslu fari með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga, auk þess að greiða fyrir skilvirkum störfum og nauðsynlegri miðlun persónuupplýsinga þessara yfirvalda sín á milli og til annarra.

Persónuvernd er sjálfstæð stofnun sem fer með eftirlit með framkvæmd ofangreindra laga.

Sjá einnig:

Persónuvernd

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. 

Fréttir
Síðast uppfært: 30.3.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta