Bifreiðamál ríkisstofnana
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur yfirumsjón með bifreiðaeign ríkisins og bifreiðanotkun þess eftir því sem nánar segir í reglugerð um bifreiðamál ríkisins. Tekur reglugerðin til stofnana ríkisins og gildir um bifreiðar í eigu ríkisins og rekstrarleigubifreiðar, leigðar bifreiðar starfsmanna ríkisins, bílaleigubíla og leigubíla.
Forstöðumenn bera ábyrgð framkvæmd reglugerðar um bílamál og fyrir fólksbíla ber að nýta sameiginleg innkaup á vistvænum og orkunýtnum ökutækjum.
Kaup og sala ríkisbifreiða skal fara fram á vegum Fjársýslu ríkisins. Fjársýslan skal að öllu jöfnu kaupa bifreiðar og afla rekstrarleigubifreiða að undangengnu útboði. Sala ríkisbifreiða skal fara fram samkvæmt þeim viðmiðum sem gilda um ráðstöfum eigna ríkisins. Fjársýslunni er heimilt að semja við bifreiðasala eða uppboðsaðila um að annast sölu bifreiða.
Sjá einnig:
Reglugerðir
Gagnlegt
Eignir ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.