Hoppa yfir valmynd

Sala á eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka

Ríkisstjórnin samþykkti í mars 2025 frumvarp um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagt frumvarpið fram á Alþingi. 

Spurt og svarað um sölu Íslandsbanka

Þátttaka í útboðinu er óvissu háð, líkt og í öllum öðrum útboðum. Með því fyrirkomulagi sem lagt er upp með, þar sem tryggð er aðkoma allra fjárfestahópa með áherslu á almenning, og með markvissri markaðssetningu umsjónaraðila og ráðgjafa er talið að ásættanleg eftirspurn verði tryggð og farsæl niðurstaða fáist í útboðinu.

 Já. Almenningi býðst að taka þátt í útboðinu. Enn fremur er honum tryggður forgangur á aðra tilboðsgjafa, sem og lægsta verð sem selt verður á. Lágmarksupphæð verður 100.000 krónur og tilboð undir 2 milljónum króna verða ekki skert, nema slíkt sé nauðsynlegt til að mæta eftirspurn. Í útboðinu er markmiðið að tryggja jafnræði, hagkvæmni, gagnsæi og hlutlægni þar sem um er að ræða eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtæki.  

Að ná margþættum ávinningi. Með því að draga úr eignarhaldi sínu á Íslandsbanka er ríkið að styrkja fjárhagsstöðu sína, lækka skuldahlutfall ríkissjóðs, draga úr áhættu sem felst í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og styðja við fyrirhugaðar innviðafjárfestingar nýrrar ríkisstjórnar.
Fyrirhugað útboð er hluti af ferli sem hófst 2020. Ríkissjóður á nú 42,5% af útgefnum hlutum og er það sameiginlegt mat ríkisstjórnarinnar og ráðgjafa hennar að markaðsaðstæður séu hagfelldar til að ljúka sölunni á eftirstandandi hlutum.

Aðeins einstaklingum er heimilt að gera tilboð í tilboðsbók A, fyrir allt að 20 m.kr. Gengið í tilboðsbók A verður á föstu verði. Verð miðast við meðalverð hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, eða síðasta dagslokagengi, með allt að 5% afslætti. Úthlutanir í A-bók verða ekki skertar vegna hinna tilboðsbókanna, en komi til skerðingar, verður það gert hlutfallslega. Þannig verður almenningi tryggt lægsta verð og hann fær forgang á aðra tilboðsgjafa við úthlutun.
Lögaðilar og almenningur geta boðið í hluti í bankanum í tilboðsbók B. Þar er lágmarkstilboð 2 m.kr. Úthlutun er á grundvelli verðs en verðmyndun fer fram með jafnvægisútboði samkvæmt aðferðafræði sem jafnan er kennd við Holland, þar sem óskað er eftir tilboðum (magn og verð) og tilboðum er raðað upp eftir verði. Salan fer svo fram á lægsta verðinu sem nær fyrirfram ákvörðuðu heildarmagni. Verðið má þó aldrei verða lægra en verð A-bókarinnar. Úthlutanir til tilboðsbókar B verða ekki skertar vegna tilboðsbókar C.

Stórir eftirlitsskyldir fagfjárfestar geta gert tilboð í tilboðsbók C. Þar er tekið við tilboðum fyrir að lágmarki 300 m.kr., í kjölfar markaðsþreifinga fyrir útboð. Markaðsþreifingar miða að því að fá stóra eftirsóknarverða fagfjárfesta að borðinu til að tryggja sem mesta eftirspurn í útboðinu. Þessir aðilar verða að uppfylla það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra í stýringu sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærra. Verð í tilboðsbók C er hið sama og myndast í tilboðsbók B.

Að fenginni ráðgjöf telur fjármála- og efnahagsráðuneytið að unnt sé að bæta árangur útboðs með þessari viðbót. Kosturinn við úthlutunaraðferð tilboðsbókar B er að hún uppfyllir markmið um hlutlægni eins vel og kostur er en sú takmörkun fylgir að ekki er tryggt að hún uppfylli á sama tíma markmið um hagkvæmni, þ.e. að ríkið fá eins mikið fyrir sinn hlut og markaðsaðstæður bjóða upp á. Óbreytt fyrirkomulag hefði getað leitt þess að eftirspurn stórra erlendra kjölfestufjárfesta yrði hugsanlega lítil og áhrifin á hagkvæmni því neikvæð.

Til þess að bregðast við þessu var farin sú leið að bæta við hefðbundnari úthlutunaraðferð fyrir mjög stóra og eftirlitsskylda aðila (tilboðsbók C), sem leyfir markaðsþreifingar í aðdraganda útboðs. Úthlutun innan hennar mun byggjast á fyrir fram ákveðnum og birtum viðmiðum sem hafa hagkvæmni útboðsins að leiðarljósi.


Áhersla er lögð á jafnræði og gagnsæi í söluferlinu sem verður tryggt m.a. með birtingu nafnalista allra kaupenda í kjölfar útboðs.
Þátttaka í útboðinu er óvissu háð, líkt og í öllum öðrum útboðum. Með því fyrirkomulagi sem lagt er upp með, þar sem tryggð er aðkoma allra fjárfestahópa með áherslu á almenning, og með markvissri markaðssetningu umsjónaraðila og ráðgjafa er talið að ásættanleg eftirspurn verði tryggð og farsæl niðurstaða fáist í útboðinu.
Eins og fram hefur komið eru lögin hönnuð með það í huga að tryggja aðkomu allra fjárfestahópa, þar með talið erlendra fjárfesta. Þó er sérstök áhersla lögð á þátttöku almennings með fyrirkomulagi A-bókar.
Í útboðslýsingu verða birtar upplýsingar um stöðu bankans, eignasafn og aðrar fjárhagsupplýsingar byggðar á nýjasta uppgjöri bankans.
Í þessu útboði er um að ræða markaðssett útboð í þremur mismunandi tilboðsbókum þar sem búið er að skilgreina útboðsfyrirkomulagið í lögum, þ.m.t. hvernig ferli úthlutunar í mismunandi bókum fer fram. Þá er opið útboð til almennings hluti af núverandi fyrirkomulagi í gegnum tilboðsbók A, líkt og í fyrsta útboðinu 2021.
Stefnt er að því að ríkið hafi selt allan eignarhlut sinn í bankanum eigi síðar en 2026.
Við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka er horft til fjögurra markmiða sem öll vega jafn þungt. Horft skal til gagnsæis, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræðis. Þó má segja að með því að festa lágmarksverð útboðsins fyrir fram, hafa hollenskt útboð í B-bók og bæta við C-bók sé reynt að hámarka heildareftirspurn á ásættanlegu verði, án þess að það komi niður á öðrum markmiðum.

Þetta eru aðilar sem hafa heimild til að hafa umsjón með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga. Í lögum um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka er talað um þessa aðila bæði sem umsjónaraðila og söluaðila, þótt hugtakið söluaðilar sé gagnsæjara.

Allir söluaðilar þurfa að gangast undir fyrirkomulag útboðsins og fá söluþóknun sem nemur 0,75% af verðmæti þeirra hluta sem viðkomandi söluaðili selur.


Þetta eru sérstakir söluaðilar sem sjá um ráðgjöf til seljanda varðandi skipulag sölunnar, tímasetningar, tillögur að verði og magni, o.fl. Í tilviki Íslandsbanka eru þetta Citi, Barclays og Kvika. Þessir aðilar annast skipulagningu og yfirumsjón útboðsins, þar á meðal utanumhald tilboðsbóka.

Í greinargerð með fyrra frumvarpi er vísað til þeirra sem "söluaðila sem hafa með höndum yfirumsjón útboðsins". Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er talað um "umsjón" þegar vísað er til þessara aðila.

Þetta er aðili sem er seljanda (ríkinu) til ráðgjafar um allt sem snýr að sölumeðferðinni, þar með talið ráðningu yfirumsjónaraðila. Í tilviki Íslandsbanka er þetta Landsbankinn.

Fjármálaráðgjafi gegnir mikilvægu hlutverki við að staðfesta nálgun varðandi úthlutun í tilboðsbók C. Samkvæmt frumvarpinu leggja söluaðilar mat á fjárfesta með hliðsjón af viðmiðum ráðuneytisins um úthlutun í tilboðsbók C og þeirra rökstuðningur er borinn undir fjármálaráðgjafa ríkisins sem staðfestir nálgunina. Sú nálgun er að lokum borin undir fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald.


Síðast uppfært: 14.3.2025
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta