Úrvinnsla og uppgjör eigna og skulda ÍL-sjóðs
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum nr. 151/2019 sem tóku gildi 31. desember 2019. Fjármála- og efnahagsráðherra fer nú með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem ÍL-sjóður tók við í uppskiptingunni og er þar um að ræða útgefnar skuldir sjóðsins, eldra útlánasafn auk verðbréfa- og innlánasafns.
Markmið uppgjörs og úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs er að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda Íbúðalánasjóðs sem tilkominn er vegna uppgreiðslna á útlánum sjóðsins sem ekki er hægt að nýta til að greiða niður skuldir nema kaupa þær á markaði. Vegna þessa hefur uppgreiðslum verið ráðstafað í skuldabréf og innlán sem við uppskipti námu tæpum helmingi af heildareignum sjóðsins.
Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um miðjan mars 2022 sem er ætlað að vera til ráðgjafar um úrvinnslu eignasafns ÍL-sjóðs. Hana skipa Steinþór Pálsson, Arnar Bjarnason og Lúðvík Örn Steinarsson.
Tengiliður fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna verkefnisins er Katrín Oddsdóttir.
Spurt og svarað
Tillagan felur í sér að hluti af eignum ÍL-sjóðs (skuldabréf á ýmsa aðila) eru afhentur til uppgjörs. Vegna eðli þeirra eigna, sem lýst er hér að ofan, er ekki unnt að afhenda þær, svo jafnræði sé, nema til aðila sem eiga HFF-skuldabréf yfir vissri fjárhæð (1.200 m.kr.) Allir aðrir fá uppgjör með einu ríkisskuldabréfi (einn flokkur fyrir þá sem eiga HFF34 og annar fyrir þá sem eiga HFF44) auk reiðufjár í íslenskum krónum. Í þennan hóp falla allir einstaklingar sem eiga HFF bréf hvort sem þeir eru flokkaðir fagfjárfestar eða almennir fjárfestar. Ríkisskuldabréfin eru með lokagjalddaga á svipuðum tíma og HFF bréfin. Þegar tekið er tillit til reiðufjár hlutans er meðallíftími þeirra eigna sem eru afhentar aðeins lengri en meðallíftími HFF bréfanna. Þar sem uppgjörið er í ríkisskuldabréfi, sem er hægt að selja á markaði, og íslenskum krónum geta eigendur gert breytingar í kjölfarið sem hentar þörfum þeirra.
Taflan að neðan sýnir dæmi um uppgjör fyrir eigendur sem eiga 500.000 kr. nafnverðseiningar af HFF34 og 500.000 kr. nafnverðseiningar af HFF44.
Eigandi HFF34 fær afhentar 427.868 nafnverðseiningar af RIKS34 sem voru 459.025 kr. virði á viðmiðunardegi og 153.008 kr. af reiðufé. Veginn meðallíftími afhentra eigna er 6,2 ár. Eigandi HFF44 fær afhentar 617.095 nafnverðseiningar af RIKS44 sem voru 716.348 kr. virði á viðmiðunardegi og 238.783 kr. af reiðufé. Veginn meðallíftími afhentra eigna er 11,0 ár.
Til að einfalda framkvæmd fá minni aðilar eitt verðbréf og til að mæta uppgjöri fjármagnstekjuskatts fær þessi hópur jafnframt 25% af andlaginu í formi reiðufjár.
Stærri eigendur fá afhent verðbréfasafn sem samanstendur af fleiri verðbréfaflokkum með mismunandi útgefendum og með mismunandi binditíma. Þetta leiðir til þess að ávöxtunarkrafa þeirra verðbréfa er breytileg.
Þrátt fyrir þessa mismunandi samsetningu er veginn binditími uppgjörseigna sambærilegur á milli minni og stærri eigenda. Á uppgjörsdegi er jafnframt tryggt að gangvirðismat verðbréfa í hvorum hópi fyrir sig endurspegli sama verðmæti. Í því felst jafnræði milli allra eigenda í uppgjöri HFF bréfa.
Ef tillagan verður samþykkt munu eigendur HFF-bréfa fá afhent ný verðbréf í staðinn. Þessi bréf hafa, eða munu hafa, virkan markað og bera ekki með sér óvissuálag. Það er í andstæðu við HFF-bréfin, sem hafa frá því óvissa myndaðist verið illa seljanleg og borið verulega hærra áhættuálag á verðtryggða vaxtaferilinn en þau bréf sem í boði eru í þessu uppgjöri.
Það nægir að framvísa umboðinu við inngöngu á fundinn, þar sem staðfestingin (Voting Certificate) hefur þegar borist innan tímamarka. Almennar reglur gilda um veitingu umboðs þegar staðfesting á eignarhaldi (Voting Certificate) liggur til grundvallar.
Ef umboð (Proxy) byggir hins vegar á Block Voting Instruction þarf að óska eftir slíkri staðfestingu innan tímamarka (eigi síðar en 48 klst. fyrir fund) og sú staðfesting (að meðtöldu umboðinu) að vera send til útgefanda innan tímamarka (eigi síðar en 24 klst. fyrir fund).
Fréttir um ÍL-sjóð
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Uppgjör
- ÍL-sjóður Árshlutareikningur 2024
- ÍL-sjóður Ársreikningur 2023
- ÍL-sjóður Árshlutareikningur 2023
- ÍL-sjóður - Ársreikningur 2022
- Lokaársreikningur Íbúðalánasjóðs
- ÍL-sjóður Árshlutareikningur 2022
- ÍL-sjóður Árshlutareikningur 2021
- ÍL-sjóður Ársreikningur 2021
- ÍL-sjóður Ársreikningur 2020
- ÍL-sjóður Ársreikningur 2019
Önnur gögn
- Kynning á tillögu að samkomulagi um uppgjör ÍL-sjóðs
- Slit ÍL-sjóðs og uppgjör skulda - samantekt um tildrög og ástæður
- Fundur eigenda íbúðabréfa (HFF150644) haldinn 10. apríl 2025
- Fundur eigenda íbúðabréfa (HFF150434) haldinn 10. apríl 2025
- Meeting of Noteholders Housing Financing Fund bonds (HFF 150434), held 10 April 2025
- Meeting of Noteholders Housing Financing Fund bonds (HFF 150644), held 10 April 2025
- Proposal for settlement (10.03.2025)
- Tillögur um uppgjör HFF-bréfa (10. mars 2025)
- HFF - Fiscal Agency Agreement
- Áform um lagasetningu - slit og uppgjör ÍL-sjóðs
- Fiscal Agency Agreement
- ÍL-sjóður skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra
- Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og ábyrgð ríkissjóðs
- Staða ÍL-sjóðs og næstu skref - kynning 20221020
- Skilmálar HFF
- Ávöxtunarforsendur blandaðra eignasafna að teknu tilliti til áhættu
- Eldra upplýsingaefni vegna uppgjörs ÍL-sjóðs
Eignir ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.