Hoppa yfir valmynd

Árangur og afkoma í sögulegu samhengi

Heildartekjur ríkisfyrirtækja námu 354 ma.kr. á síðasta ári og hækkuðu um ríflega 50 ma.kr. milli ára. Mesta tekjuaukningin var hjá Orkufyrirtækjum þar sem Landsnet færðist beint undir ríkissjóð með 22 ma.kr. tekjur en tekjur Landsvirkjunar hækkuðu einnig um 12 ma.kr. milli ára eftir bestu afkomu sögunnar eins og þeir orða það. Tekjur Isavia jukust einnig um 17 ma.kr. og eru heildar tekjur Isavia þar með að nálgast þær tekjur sem fyrirtækið var með fyrir Covid. Tekjur ÁTVR drógust saman um 4 ma.kr. milli ára þar sem selt magn tóbaks dróst verulega saman ásamt seldum lítrum af áfengi.

Samanlagður hagnaður ríkisfyrirtækjanna á árinu 2022 nam 71,5 ma.kr. sem dróst saman um tæpa 5 ma.kr. Mesti samdrátturinn í hagnaði var hjá Landsbankanum en samdrátturinn nam um 12 ma.kr. aðallega vegna lækkunar á gangvirði óskráðra eignarhluta bankans í Eyri Invest hf. Á móti var hækkun á hagnaði Landsvirkjunar og Landsnets samanlagt um 7,4 ma.kr.

Arðsemi eigin fjár var 6,6% og lækkar milli ára niður í svipað gildi og hlutfallið var fyrir Covid. Áhrif af starfsemi Seðlabankans eru ekki tekin með í þessari skýrslu en upplýsingar um áhrif hans er að finna í ríkisreikningi.

Fyrirtækin fjárfestu fyrir 94,5 ma.kr. á árinu sem er veruleg aukning milli ára og munar þar mestu um Fasteignir Háskóla Íslands og Landsnets sem koma ný inn í eignasafn ríkissjóðs en einnig var veruleg aukning fjárfestinga hjá Isavia.  Arðgreiðslur til ríkissjóðs námu 46 ma.kr. sem er um 31 ma.kr. aukning frá fyrra ári, en arðgreiðslan er nær eingöngu tengd fjármála- og orkufyrirtækjum.

Dreifing á tekjum

Fjárfestingar, arðgr., arðsemi

Árangur, hagnaður

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta