Hoppa yfir valmynd

Árangur og afkoma í sögulegu samhengi

Heildartekjur ríkisfyrirtækja námu 403 ma.kr. á síðasta ári og hækkuðu um ríflega 50 ma.kr. milli ára. Mesta tekjuaukningin var hjá fjármálafyrirtækjum (25 ma.kr.) þar sem tekjuaukning Landsbankans nam 20 ma.kr. Einnig hækkuðu tekjur Landsvirkjunar um 8 ma.kr. á nýju met ári. Þessi mikli vöxtur tekna hjá fjármálafyrirtækjum hefur gert það að verkum að heildartekjur fjármálafyrirtækja (136 ma.kr.) eru svipuð og hjá orkufyrirtækjunum (138 ma.kr.). Samanlagt eru orku- og fjármálafyrirtækin með um 68,2% af heildartekjum ríkisfyrirtækja. Þetta mun þó breytast við frekari sölu á Íslandbanka.

Samanlagður hagnaður ríkisfyrirtækjanna á árinu 2023 nam 94,7 ma.kr. sem er 22 ma.kr. meiri hagnaður en árið á undan eða 30,5%. Þar vegur mest hagnaðaraukning Landsbankans. Hagnaður Landbankans jókst um 16 ma.kr. á árinu eða um 95,1% sem var umfram væntingar bankans. Hagnaður Landsvirkjunar jókst einni á árinu, um rúma 7 ma.kr. eða 31,8%. Isavia sneri sínum rekstri við úr 600 m. kr. tapi í 2,1 ma.kr. hagnað.

Arðsemi eigin fjár var 8,5% eða rúmum tveimur prósentum hærri en árið áður. Arðsemi fjármálafyrirtækjanna hækkaði úr 8,2% í 10,8%  og vó mest í hækkun arðsemi á árinu. Arðsemi orkufyrirtækjanna hækkaði einnig um 1,2% úr 6,3% í 7,5%.

Arðgreiðslur til ríkissjóðs námu 47,2 ma.kr. sem er 0,7 ma.kr. hærri en árið á undan. Þar má nefna að arðgreiðsla Landsbankans var 12 ma.kr. lægri  en aftur á móti var arðgreiðsla Landsvirkjunar 12,6 ma.kr. hærri.

  Fjárfestingar og hagnaður 2023

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta