Hoppa yfir valmynd

Ávarp ráðherra

Ábyrgur rekstur ríkisfyrirtækja er í mínum huga mikilvægur fyrir traust almennings á stjórnvöldum. Í starfi mínu sem fjármála- og efnahagsráðherra legg ég ríka áherslu á mikilvægi þess að ríkið og ríkisfyrirtæki sinni ábyrgð sinni af fullum krafti, bæði gagnvart samfélaginu í dag og framtíðarkynslóðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra

Forsendur fyrir eignarhaldi ríkisins á einstökum félögum geta verið mjög ólíkar, auk þess sem rök fyrir eignarhaldinu geta breyst með tímanum.

Í öllum tilvikum fer ríkið þó með eignarhaldið í þágu almannahagsmuna. 

Fyrirtækin þurfa því að gæta þess að fara vel með þá fjármuni sem skattgreiðendur hafa lagt til við stofnun þeirra eða til að styðja við fjárfestingar þeirra. 

Þar af leiðir tel ég mikilvægt að þau séu rekin á sjálfbæran hátt og sýni ábyrga fjármálastjórn, þannig að fjárhagur þeirra sé traustur til lengri tíma litið.

Einnig þarf að vera tryggt að fyrirtækin starfi með gagnsæi og skýra upplýsingagjöf að leiðarljósi svo að almenningur hafi fullt traust á starfsemi þeirra.

Reksturinn þarf ekki aðeins að vera skilvirkur heldur einnig horfa til framtíðar. Með áherslu á sjálfbærni og nýsköpun geta ríkisfyrirtæki stuðlað að lausnum á brýnum verkefnum á borð við loftslagsbreytingar og tækniframfarir.

Ég legg sérstaka áherslu á að ríkisfyrirtæki verði fyrirmyndir í samfélaginu með skýra stjórnarhætti og ábyrga stefnumótun. Það skiptir máli hvernig fjármunir almennings eru nýttir.

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta