Hoppa yfir valmynd

Kynjahlutföll, stjórnarlaun og laun forstjóra

Stjórn félags skal skv. lögum um hlutafélög og eigandastefnu ríkisins vera sjálfstæð í störfum sínum og bera ábyrgð á starfsemi og rekstri félagsins gagnvart eiganda þess. Í ljósi opinbers eignarhalds ber stjórnarmönnum að gæta að því að starf stjórna og félaga er í þágu almennings. Stjórn þarf ávallt að vera viðbúin því að þurfa að gera grein fyrir vinnubrögðum og ákvörðunum með opnum og gagnsæjum hætti og rökstyðja þær gagnvart almenningi.

Samsetning stjórna skal vera þannig að henni sé kleift að sinna málefnum félagsins af skilvirkni og heilindum. Áhersla skal lögð á að stuðla að fjölbreytni og hæfni stjórna og að í öllum stjórnum sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. Þá skal tryggja að hæfni stjórnarinnar í heild hæfi sem best þörfum félagsins í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. 

Yfirlit yfir sögulega þróun á kynjaskiptingu á starfsmönnum og stjórnum ríkisfyrirtækja að Seðlabankanum undanskildum.

 

Stjórnir 2023
 

 

Þóknun til stjórnarmanna í félögum í eigu ríkisins skal vera samkeppnishæf, hófleg og ekki leiðandi. Hún skal vera í samræmi við eigandastefnu ríkisins hverju sinni. Við það skal miðað að þóknun stjórnarformanns sé tvöföld þóknun annarra stjórnarmanna. Stjórnarlaun samþykkt á aðalfundi skulu vera heildarlaun stjórnarmanna, þ.m.t. laun fyrir nefndarsetu þeirra, og skal í tillögu um stjórnarlaun til aðalfundar sundurliða öll laun eða greiðslur til stjórnar.

Stjórnarlaun á mánuði og kynjaskipting 2023

Smellið á hnappana „Stjórnarformaður“ eða „Stjórnarmaður“ eftir því sem við á.
 Hægt er að sjá kynjaskiptingu einstakra stjórna með því að smella á nafn fyrirtækis í súluritinu. 

Yfirlit yfir ríkisfyrirtækin, stjórnarlaun og laun forstjóra 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta