Hoppa yfir valmynd

Græn skref í ríkisrekstri

Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Í grænu skrefunum eru tilgreindar aðgerðir sem snerta sex umhverfisþætti og eru þær innleiddar í fimm áföngum. Fimmti áfanginn sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun.

Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi og draga úr rekstrarkostnaði.

Þegar stofnun tekur fyrsta græna skrefið hlýtur hún viðurkenningu á áfanganum og svo sérstaka staðfestingu á hverju skrefi sem tekið er eftir það.

Markmið grænna skrefa í ríkisrekstri er að gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni, auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra, draga úr rekstrarkostnaði ríkisstofnana, innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar og að gera aðgerðir stofnana í umhverfismálum sýnilegar.

Nánar má kynna sér græn skref í ríkisrekstri á sérstökum vef verkefnisins, www.graenskref.is

Síðast uppfært: 21.12.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta