Opið bókhald ríkisins
Lögð er áhersla á birtingu tölulegra gagna og markvisst er unnið að því að opna bókhald ríkisins. Markmiðið er að auka aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins með skýrri og aðgengilegri framsetningu.
Verkefni sem snúa að opnu bókhaldi
opnirreikningar.is
Opnirreikningar.is var opnaður í september 2017 með það að markmiði að auka gagnsæi og aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Á vefnum er unnt að skoða upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta úr bókhaldi ríkisins.
rikisreikningur.is
Á rikisreikningur.is er hægt að skoða gögnin á margvíslegan hátt. Þar er að finna almenn yfirlit sem sýna sömu upplýsingar og finna má í útgefnum ríkisreikningi en einnig er hægt að kafa dýpra og fá upplýsingar niður á kostnaðartegund og sundurliðun á tekjum og gjöldum ríkisins frá og með árinu 2004.
Rekstur og eignir ríkisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.