Hoppa yfir valmynd

Opinber innkaup

Opinber innkaup eru stór hluti af hagkerfinu. Hlutfall opinberra innkaupa hefur verið metið um 14% af vergri landsframleiðslu Evrópulanda. Vörukaup, þjónustukaup, þjónustusamningar og verklegar framkvæmdir falla undir opinber innkaup.

Í ljósi umfangsins er mikilvægt að huga að því hvernig innkaupamætti er beitt. Innkaup gegna einnig hlutverki í mótun rekstrarumhverfis fyrirtækja á almennum markaði og því þurfa samskipti ríkis og markaðarins í innkaupamálum að vera markviss, gagnsæ og grundvallast á skýrri lagalegri umgjörð. Öll útboð eru auglýst á vefnum útboðsvefur.is og á evrópska TED-vefnum.

Á vefnum rikisreikningur.is er greining á útgjaldaflokkum innkaupa og undir lykiltölum má sjá innkaupaflokka greinda á margvíslegan hátt milli ára t.d. niður á kostnað á hvern starfsmann. Á opnirreikningar.is má svo sjá einstaka reikninga birgja.

Sjálfbær innkaup - stefna ríkisins

Stefna ríkisins um sjálfbær innkaup sem var samþykkt veturinn 2021 setur fram þá framtíðarsýn að innkaupin séu framsækin og sjálfbær og taki mið af umhverfis- og loftslagssjónarmiðum. Innkaup byggi á skilgreindum markmiðum og greiningu gagna, séu framkvæmd á gagnsæjan hátt og stuðli að samkeppni og nýsköpun. Innkaupafólk ríkisins inni störf sín af hendi af þekkingu og heiðarleika og mæti nýjum áskorunum í samvinnu við markaðinn. Fjármunir séu nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt með hagsæld landsins og góða þjónustu við almenning að leiðarljósi.

 

Á grundvelli stefnunnar hefur verið gefin út aðgerðaáætlun sjálfbærra innkaupa 2021-2024 og hér má sjá stöðu aðgerða.

 
 
 
 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta